Öryggissamningur við gömlu herraþjóðirnar

Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað.  Kemur ekki utanríkisráðherra öslandi yfir hafið, alla leið frá Ósló með öryggissáttmála við okkar fornu herra, Norðmenn og Dani upp á vasann og gjóar í leiðinni augum til Breta og Kanadamanna, í þeim tilgangi, að semja einnig við þá.  Ja, það má nú segja, að þar ríði röskleikakona í hlað.  Sérstaklega þykir mér það snöfurmannlega gert, að hrista þennan samning fram úr erminni tveimur vikum fyrir kosningar.  Reyndar er þetta í samræmi við gamla hefð; utanríkismál hafa jafnan verið talin þjóðinni og Alþingi óviðkomandi.  Þannig var okkur troðið inn í NATO árið 1949 og þannig reyndu kommarnir í vinstri stjórninni 1956 til 1958, að koma okkur inn á áhrifasvæði Sovétríkjanna, svo lítið bæri á.  Ætluðu að nota til þess viðskiptasamninga, sem meira og minna runnu út í sandinn.

En hvað um það; stjórnmálamenn virðast ekki skilja það og allra síst í samskiptum við erlend ríki eða fyrirtæki, að þeir eru þjónar okkar hinna, en við ekki þeirra.  Það þarf endilega að fara að koma þeim í skilning um þessi einföldu sannindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta segir sig sjálft. Siv, Haarde og Valgerður stefna að því að sameina þjóðirnar. Þá fær norskan þeirra loksins að njóta sín. Og Valgerður getur þá tjáð sig á erlendu tungu án þess að þjóðin fari í kuðung yfir utanríkisráðherra sínum.

Ævar Rafn Kjartansson, 30.4.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband