Bruninn í Kvosinni

Tjónið sem varð í brunanum í bænum í dag, er ill bætanlegt.  Svo virðist að vísu sem Sigfúsar Eymundssonarhúsið í Lækjargötu hafi ekki orðið algjörri eyðileggingu að bráð, en það sama verður því miður ekki sagt um hús Landsyfirréttar í Austurstræti.  Það er nú rústir einar.

Þetta hús á sér óvengulega merkilega sögu, sem rekja má allt aftur til ársins 1801.  Þarna starfaði Landsyfirréttur um tíma, Jörundur hundadagakóndur hafði þar aðsetur, prestaskólinn starfaði þar lengi o.s.frv. 

Villi borgarstjóri hefur þegar gefið til kynna, að ráðstafanir verði gerðar, til að endurbyggja húsið og bæta auk þess tjónið, sem varð í húsi Sigfúsar Eymundssonar.  Það er auðvitað það besta, sem hugsast getur í þessu sambandi, úr því sem komið er.  Allt er betra en það, að gróðasjúkir og menningarsnauðir byggingabraskarar nái tangarhaldi á lóðunum.

En það er ekki nóg að bæta og endurbyggja, það þarf að finna húsunum hlutverk í samræmi við sögulegt mikilvægi þeirra.  Og það verður að tryggja brunavarnir, svo sem kostur er.  Á því virðist hafa orðið misbrestur, með þeim afleiðingum, sem nú blasa við augum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband