11.4.2007 | 19:28
Græn skref í Reykjavík
Ástæða er til að fagna þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar, að láta námsmenn fá frítt far með strætó frá og með næsta hausti og hætta samtímis, að krefja þá, sem aka vistvænum" bifreiðum um stöðumælagjald. Þá er tilhlökkunarefni að fá kaffihús í Hljómskálagarðinn.
Auðvitað hefði verið best, að stíga skrefið til fulls og taka sér Akureyringa til fyrirmyndar varðandi strætó, þar eru ferðirnar einfaldlega fríar fyrir alla. En þetta er skref í rétta átt. Þá er tilhlökkunarefni, að Pósthússtræti meðfram Austurvelli verði göngugata á góðviðrisdögum. Reyndar er veðrið í henni Reykjavík svo rysjótt, að æskilegt hefði verið að tala um góðviðrisstundir en heila daga í þessu sambandi. En það er önnur saga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru allt jákvæðir hlutir held ég. Sérstaklega þetta með strætóinn. Nefnilega gerir það mögulegt að fólk sé alið upp við að nota vagnana.
Kaffihús í Hljómskálagarðinn hljómar vel. Svo lengi sem það er smágert og passar inní sitt umhverfi.
Er ekki voða spenntur fyrir göngugötunni. Held það þurfi mannmergðina, er því sammála þessum ágæta punkti með góðviðrisdagana. Af hverju trufla umferð í rigningunni?
Ólafur Þórðarson, 11.4.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.