"Ekkert markvert gerðist dag"

Þann 14. júli 1789 réðust Parísarbúar á Bastilluna og rifu hana til grunna; franska byltingin var hafin.  Sama dag gekk liðsforingi nokkur á fund Lúðvígs konungs XVI og færði honum tíðindin.

„Já, en þetta er uppreisn." sagði konungur.

„Nei, yðar hátingn,"  svaraði liðsforinginn „þetta er bylting."

Um kvöldið ritaði konungur í dagbók sína: „Ekkert markvert gerðist í dag."

Hvernig stendur á því, að forysta Sjálfstæðisflokksins kýs að sveipa sig skikkju Lúðvígs XVI eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í gær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll skáldmæringur góður; æfinlega !

Burt séð; frá viðhorfum okkar, til þessa gjörnings Laugardagsins, finnst mér rétt að koma því að, að það var Loðvík XVI. sem steypt var, 1789.

Loðvík XIV.; var þá búinn að liggja dauður, í ein 74 - 75 ár, misminni mig ekki, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; í vesturbæinn /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 00:49

2 identicon

Óskar: Loðvík XVI var raunar ekki steypt fyrr en 1792 . Í kjölfarið héldu Frakkar stjórnlagaþing. Endaði sú saga með ógnarstjórn, valdaráni og einræði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 03:19

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Bestu þakkir fyrir ábendinguna.  Svona er þetta, þegar ég er að pára þreyttur og syfjaður, hættir mig til að rugla tölum og stöfum.  Þá verð ég eins og forysta ónefnds flokks; svolítið svona marklaus.

Pjetur Hafstein Lárusson, 22.10.2012 kl. 07:50

4 identicon

Sælir; á ný !

Hans !

Frá 1789; mátti telja Loðvík XVI. valdalausan, þó ekki færi hann frá formlega, fyrr ern árið 1792 - vildi ég sagt hafa, fornvinur góður.

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband