Hvers eiga gamlir að gjalda?

Enn hefur Kári Stefánsson stigið á stokk og segist hafa komist að því, að þeim mun eldri sem menn eru, þegar þeir geti af sér börn, þeim meiri líkur séu á því, að ýmsir sjúkdómar herji á börnin, geðrænir jafnt sem líkamlegir.  Nefnir hann m.a. einhverfu í því sambandi.  Fullyrðir Kári, að einhverfa hafi aukist á undanförnum árum, samfara því, sem karlar séu að geta börn, lengur fram eftir ævinni en áður.

Báðar þessar fullyrðingar þarfnast nánari athugunar.  Annars vegar er þess að gæta, að hugtakið einhverfa er tiltölulega nýtt af nálinni.  Því er með öllu óvíst, hvort einhverfu fólki hafi fjölgað eður ei.  Annað er hitt, að sú fullyrðing Kára Stefánssonar, að karlar nú til dags, séu að geta börn, lengur á lífsröltinu en áður, er vægast sagt hæpin.  Það þarf ekki neitt sérstaka þekkingu í ættfræði, til að sjá, að þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun.

Íslenskir fjölmiðlar, þ.á.m. Ríkisútvarpið gera mikið úr þessari "uppgötvun" Kára og segja hana hafa vakið heimsathygli.  Í kvöld horfði ég á frétt um málið í sænska sjónvarpinu.  Þar á bæ gerðu menn góðlátlegt grín að þessari nýju uppgötvun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það segir sig sjálft að ungt fólk á að eignast börn og meðvitað þá kláruðum við hjónin þetta mál tiltölulega snemma.  Þess vegna getum við verið svo lengi samferða börnum okkar að strákarnir sem eru elstir eru að draga mig uppi í aldri.   Kinnslóða bilið er því mjög stutt í okkar fjölskyldu.   

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2012 kl. 07:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr því að nútíma tækni geri það mögulegt að tryggja það sem best að afkomendur okkar eignist sem bærilegast líf finnst mér ekkert að því að benda á þennan möguleika.

Hins vegar hugsa fæstir um það fyrr en að því kemur, að því seinna sem þeir eignast börn, því meiri áhættu leiða þeir yfir þau að verða ekki fullheilbrigð.

Í þessum efnum, eins og öðrum, finnst mér að líta eigi á rétt barnsins sem forgangsatriði.

Ómar Ragnarsson, 24.8.2012 kl. 08:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Móðir mín var 42 ára þegar hún eignaðist yngstu systur mína, faðir minn sex árum eldri. Þessi stúlka var dúx út úr menntaskóla og er núna doktor í barnasálfræði.  Ætli þetta sé ekki eins og allt annað einstaklingsbundið.  Þetta er svo sem ekkert nýtt af nálinni eða ný uppgötvun hef heyrt um svona áður.  En trúi mátulega.  Það getur verið að meiri líkur en minni sé á því að börn fæðist minna heilbrigð eftir því sem foreldrin eru eldri, en það er bara enganveginn víst.  Ég þekki þó nokkur börn sem hafa fæðst með allskonar sjúkdóma þó foreldarnir hafi verið ungir, sum þeirra dáin í dag.  Mér finnst einhvernveginn og það er bara mín tilfinning að þegar ÍE þarf fé til reksturs þá finna þeir eitthvað upp og hlaupa með í fjölmiðla.  En þetta er bara mín skoðun.  Tek það fram að faðir minn studdi alla tíð ÍE og tapaði hundruðum milljóna á því fyrirtæki eins og svo margir aðrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2012 kl. 13:29

4 identicon

Hann sagði að líkur myndu aukast.. ekki að þetta væri svona yfir línuna. Mér fannst úrtakið frekar smátt.. hvað 78 fjölskyldur, að mig minnir.
Þessar breytingar drífa þróun áfram líka.. svo þetta er tví-eggjað "typpi"

DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband