Til vinar sem dó 4. júní

Eftirfarandi ljóð er eftir kínverskan félaga minn og skáldbróður frá árum mínum í Stokkhólmi.  Hann heitir Li Li og er útlagi í Svíþjóð, fyrir þær sakir, að hafa komið fram í sænska sjónvarpinu eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar, 4. júní 1989.  Vinur hans einn var myrtur þar af útsendurum kínverskra stjórnvalda, sem Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, heiðra nú sérstaklega.   Ljóðið er ort á sænsku en þýðingin mín á því birtist upphaflega í bók minni "Tíu tungl á lofti".

 

 

Til vinar sem dó 4. júní

 

Ég hefði átt að fá að lesa
nýju ljóðin þín
um þetta leyti árs
þegar fuglarnir syngja í grænu laufi,
eða kveikja þér í sígarettu
einhverja nóttina.
En það er ekki alltaf sumarið
sem vorinu fylgir-stundum óvænt hret
grimmara vetri.

 

Nótt
grafarþögn-vísarnir
staðnæmast á 12.
Draumar villuráfandi sem fyrr.

Ég kveiki á sígarettu.
Gömlu ljóðin þín
kasta bjarma á andlit þitt,
þú opnar munninn,
vilt segja eitthvað.
M-Á-L-L-A-U-S
vélbyssuraddir og skriðdreka.
Augngota frá blóðvellinum.
Hinsta ljóð þitt
til einhvers sem lifir af.

Vísarnir skríða yfir 12,
þeir hafa fullkomnað endurtekningu.
Til er það sem
getur endurtekið sjálft sig
s.s. dagrenning
sem enn einu sinni mun rísa
upp úr blóðugum sjóndeildarhringnum.
En ekki þú, ekki háttur þinn
að reykja.

Líkt og þeir kristnu
tendra fjórða ljósið kveiki ég
í fjórðu sígarettunni.
Ég stæli aðferð þína við að reyka
á miðnætti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband