Norræn velferð á Íslandi?

Það hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta, að öryrki, og það  lamaður gamall maður, þyrfti að hóta að svelta sig í hel, til að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að fá aðstoð við sitt hæfi. Þetta eru nú samt örlög Alberts Jensen öryrkja í Reykjavík.

Og þeir eru fleiri, öryrkjarnir, sem búa við skert mannréttindi í "norræna velferðarkerfinu" á Íslandi. Maður, rétt tæplega þrítugur, hefur svipaða sögu að segja og Albert. Hann er einnig lamaður. Hann kvíðir því, að lifa við núverandi kerfi næstu hálfu öldina, nái hann aldri Alberts. Því miður eru dæmin mun fleiri.

Þegar fréttamenn ganga á fulltrúa kerfisins, en til þess virðist þurfa sjálfsmorðshótun öryrkja, eru viðbrögðin jafnan á sömu lund; menn sveipa sig dularblæ "faglegs mats" og telja sig þar með lausa allra mála.

Hugtakið "faglegt mat" er í raun aðeins skjöldur þess fólks, sem þjáist af sálarkulda. Það kemur sér upp ómennsku kerfi, ekki af illmennsku, heldur vegna andlegs doða og skorts á mennsku, sem stundum tekur á sig mynd hrokans.

Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd eru úr Reykjavík. Þar situr trúður í stóli borgarstjóra. Og það má hann eiga trúðurinn sá, að ekki reynir hann að leyna eðli sínu. En í þessum stóli situr hann fyrir tilverknað Samfylkingarinnar, hins íslenska jafnaðarmannaflokks, hvers formaður telur sig stuðla að norrænni velferð.

Á þessi flokkur rétt á atkvæðum fólks?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

NEI.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.1.2012 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband