Aðventan og trúmálin í grunnskólum Reykjavíkur

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu.  Í fyrsta sinn frá því skólarekstur hófst í þessu landi, liggur nú bann yfirvalda við því, að minnast á Jesú Krist í skólum.  Til allrar hamingju nær þetta bann ekki til landsins alls.  En borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem um þriðjungur þjóðarinnar býr, hefur bannað slíkt tal.  Börnin fá þó allra náðasamlegast að fara í kirkju á vegum skólans fyrir jól og meiga, fyrir náð borgarstjórnar, syngja „Heims um ból".

Nú er ég ekki svo fróður, að þekkja hugmyndafræði Besta flokksins, ef einhver er.  Nafn flokksins bendir þó óneitanlega til þess, að ekki byggist hún á tiltakanlegu lítillæti.  Aftur á móti tel ég mig sæmilega að mér varðandi jafnaðarstefnuna.  Ég nefni það vegna þess, að það er Samfylkingin, sem heldur þessum borgarstjórnarmeirihluta gangandi.  Og ég veit ekki betur, en fylkingin sú vilji láta orða sig við jafnaðarmennsku, þótt ég eigi nú stöðugt erfiðara með að átta mig á forsendum þess.

Ég veit ekki hvernig á því stendur, en ég hef alltaf fundið vissan samhljóm milli kristindóms og jafnaðarstefnu.  Játa þó fúslega, að trú er yfir stjórnmál hafin, rétt eins og nokkur stærðarmunur er á eik og strái eða fjalli og sandkorni.  En hvað um það; ég held það væri ráð, að borgarfulltrúar Samfylkingar í henni Reykjavík, huguðu ögn að því, hvort mannúðarhyggja jafnaðarstefnunnar eigi sér ekki, a.m.k. að verulegu leyti, rætur í kristindómnum.  Að þeim vangaveltum loknum gæti þetta góða fólk svo velt því fyrir sér, hvort Guðs orð sé sérlega skaðlegt börnum og unglingum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð, það þurfa fleiri að láta í sér heyra um þetta mál .

Konráð Andrésson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 09:36

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skólastarfi og guðsiðkun á halda aðskildum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2011 kl. 11:08

3 identicon

Endilega að halda áfram að reyna að bora kristni inn í skóla, mig hlakkar svo til að sjá mannréttindadómstól dæma landið fyrir... það verður svo glæsilegt að heimurinn lesi um íslamd.. úps ísland í dag, landinu sem er eitt af orfáum með RÍKISTRÚ árið 2011, og vill troða henni yfir saklausa krakka...

P.S. Ekkert guðsorð er til.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tek undir með Konráð Andréssyni og fagna því að menn skuli þora að halda fram skoðunum sem eru svo klárlega á skjön við hina háværu naumhyggju og kaldhæðni 21. aldarinnar.  Hafðu heila þökk fyrir, Pjetur!

Flosi Kristjánsson, 28.11.2011 kl. 19:10

5 identicon

Það er rangt að ekki megi minnast á Jesú Krist í grunnskólum Reykjavíkur.

Hér er slóð á reglur um samkipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög:

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources//Reglur_um_samskipti_leik-_og_grunnsk_la_og_fr_stundaheimila_Reykjav_kurborgar_vi__tr_ar-_og_l_fssko_unarf_loeg.pdf

Í lið h) er tekið fram að upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu sé mikilvæg öllu starfi skóla borgarinnar EN að trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana eigi þar ekki heima (sem er einmitt í takt við þá skoðun þína í "Enn um kristna trú og grunnskólana" að það sé ekki hlutverk skólanna, að stunda trúboð).

Berglind Óladóttir (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband