1.5.2011 | 12:39
1. mai
Í dag, 1. mai á baráttudegi verkalýðsins, er fróðlegt að líta yfir íslenskt þjóðfélag, tæpum þremur árum eftir hrunið 2008. En því miður; það sem er fróðlegt þarf ekki endilega að vera skemmtilegt.
Allir vita hvernig atvinnurekendur ganga erinda kvótaeigenda og láta eins og þeim hafi verið fært löggjafarvald þjóðarinnar á silfurfati. Auðvitað er slík framkoma út í hött. En hún er skiljanleg í ljósi þess, að fyrir hrunið pöntuðu þessir herramenn" lög á færibandi og fengu þau afgreidd hjá stjórnmálamönnum, sem hvort eð var voru búðarlokur þeirra. Og enn standa þeir margir, stimamjúkir við afgreiðsluborðið.
Auðvitað hafa kvótaeigendur fullann rétt á að berjast fyrir hagsmunum sínum, hvernig svo sem þeir eru til komnir. En þeim verður að lærast, að gera það innan lagalegra og siðferðislegra marka. Að nota viðræður um kjarasamninga er langt handan slíkra marka.
Þessa framkomu kvótaeigenda og félaga þeirra í Samtökum atvinnulífsins verður að skoða í ljósi þess, að verkalýðshreyfingin er í fjötrum hálaunaðra tæknikrata. Og hún hefur sjálf hamrað sér þá hlekki! Þessa hlekki verður hún að brjóta af sér, ef hún vill endurheimta sjálfsvirðingu sína og teljast marktækt afl í baráttunni fyrir jöfnuði í þjóðfélaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.