Skynsemi og tilfinningar

Já, það var þetta með Heinesen.  Í smásögunni Úrsvöl heimkynni talar hann um "stríðandi mannúð á skynsemdargrundvelli".  Þið verðið bara að lesa söguna sjálf,hún er í bókinni Fjandinn hleypur í Gamalíel, í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar.

En það er þetta með mannúðina á skynsemdargrundvelli.  Fyrir nokkrum árum deildi ég um það heila nótt við hálfníræða frænku mína, hvort kæmi fyrst í mannlegu eðli, tilfinningar eða skynsemi.  Ég hélt fram hlut tilfinninganna. 

Skynsemin er góðra gjalda verð.  En hún hefur ekkert með réttlæti eða ranglæti að gera, ekki heldur hamingju eða óhamingju.  Hún er einfaldlega æskileg til stuðnings tilfinningum.  Sá sem kýs að búa við hafið, kaupir sér hús við hafið; tilfinningin stýrir því.  Hins vegar nýtir hann skynsemina til að borga húsið.  En það er annað mál.

Stjórnmálamenn þykjast alltaf tala út frá skynsemi.  Samt er skynsemi þeirra ekki meiri en svo, að þeir láta sem tilfinningar séu ekki til.  Svo langt gekk mín aldna frænka ekki; hún setti tilfinningarnar bara skör lægra skynseminni.

Sé það hlutverk stjórnmálamanna, að láta fólki líða vel, að svo miklu leyti, sem því verður við komið, er augljóst, að stjórnmál snúast fyrst og fremst um tilfinningar.  Skynsemin er bara verkfæri, ekki smíðaverk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Hvað er skynsemi og hvað er tilfinning?

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skynsemin byggist á reynslu, tilfinningin á því hvernig maður er innstilltur á augnablikinu.

Gott er að fara í smiðju Páls Skúlasonar að lesa sig til um heimspeki en þar koma þessi hugtök oft fyrir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband