Óviðunandi afskipti ráðherra af stjórnlagaþingi

Enda þótt kosningaþátttaka til stjórnlagaþingsins hafi verið minni, en ýmsir gerðu sér vonir um, verður ekki framhjá því litið, að stjórnlagaþingið sem slíkt endurspeglar vantraust þjóðarinnar á stjórnmálamönnum.  Öllum er ljóst, að stjórnarskránni verður ekki breytt án samþykktar alþingis.  En þjóðin treystir stjórnmálamönnum ekki til að leggja grunninn að þeim breytingum.  Sú er ástæða þess, að kosið hefur verið til stjórnlagaþings.

Stjórnlaganefnd er ætlað að leggja drög fyrir stjórnlagaþingið.  Þess vegna og í ljósi þess, sem að ofan segir, er mikilvægt, að hún geti starfað í friði fyrir stjórnmálamönnum.  Það er því mjög alvarlegt mál, að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, skuli hafa látið ráðuneyti sitt skrifa stjórnlaganefndinni bréf, þar sem reifaðar eru skoðanir hans á því, hvernig drögum stjórnlaganefndar skuli háttað.  Í þessu sambandi skiptir ekki nokkru máli, hver boðskapur ráðherrans er. Þar til stjórnarskrártillögur stjórnlagaþings koma fyrir alþingi, eiga stjórnmálamenn einfaldlega að skarta þögn sinni varðandi þetta málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband