9.1.2011 | 21:00
Snilldarsögur Williams Heinesen
Nýlega voru lesnar upp í síðdegisútvarpi Rásar 1, þrettán smásögur færeyska sagnameistarans Williams Heinesen. Sögur þessar þýddi Þorgeir Þorgeirson og komu þær góðu þýðingar út árið 1978 undir titlinum Fjandinn hleypur í Gamalíel.
Langt er nú liðið, síðan ég las þessa bók og teygði ég því eftir henni í bókaskáp um daginn, enda gat ég ekki hlustað á alla lestrana í útvarpinu. Ég er enn að lesa þessar frábæru sögur. Fleiri meistaraverk Heinesen hafa komið út á íslensku, bæði í þýðingu Þorgeirs og fleiri góðra manna. Hvet ég alla unnendur góðs skáldskapar til að lesa þær bækur.
Til að vekja forvitni manna, vil ég geta þess, að í einni sögunni í Fjandinn hleypur í Gamalíel, er m.a. sagt frá Einari Ben. og er það skrautleg lýsing á skáldinu, sem vænta má. Nú er bara að verða sér úti um bókina þá arna og leita.
Meira um Heinesen á næstunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.