Hvimleiður misskilningur blaðamanna um einfalda hluti

Í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, var sagt frá deilum varðandi "ríkjasamband" Danmörkur og Færeyja.  Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem fjölmiðlar hér á landi kalla samband Dana, Færeyinga og Grænlendinga"ríkjasamband". 

Orðið "ríkjasamband" merkir samband fleiri ríkja en eins.  Skilyrði slíks sambands er, að aðildarríkin séu fullvalda, enda þótt þau geti komið sér saman um ákveðin sameiginleg málefni, s.s. þjóðhöfðngja, utanríkismál eða hermál. 

Færeyjar og Grænland eru ekki fullvalda ríki, heldur hluti danska konungsdæmisins.  Þau hafa að vísu heimastjórn, rétt eins og Íslendingar höfði á árunum 1904 til 1918, þegar Ísland varð fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.  Eðli málsins samkvæmt getur því ekki verið um að ræða ríkjasamband milli Dana, Færeyinga og Grænlendinga.  Þessar þjóðir tilheyra einfaldlega sama ríkinu.

Leitt er til þess að vita, að fréttamenn Ríkisútvarpsins, skuli ekki átta sig á jafn einföldum hlut og ríkjaskipan Norðurlanda, sérstaklega í ljósi þess, að í því tilfelli, sem hér um ræðir, snýst málið um ríki, sem við Íslendingar tilheyrðum sjálfir öldum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á dönsku heitir þetta fyrirkomulag "rigsfælleskabbet" og þetta orð er nota færeyingar og grænlendingar fyrirvaralaust.

Hvað vilt þú kalla þetta á íslensku.

Ég spyr af því að mér finnst að gagnrýni af þessu tagi vera kvabb ef ekki fylgir tillaga að betrumbót.

Med bestu kveðju, Kári

Kári Gylfason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og frá þeim tíma voru Danmörk og Ísland TVÖ AÐSKILIN OG JAFNRÉTTHÁ ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar Í DANSKA RÍKINU og því ENGAN VEGINN hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur og engin ástæða til að kalla það eitthvað sérstakt á íslensku. Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge. Det er heller ikke en forbundsstat.

Færøerne og Grønland er ifølge Grundloven dele af det danske rige og underlagt dansk myndighed, men Folketinget har uddelegeret ansvarsområder til hjemmestyret i de to områder.

Der er altså tale om én stat, hvor de særlige færøske og grønlandske myndigheder har meget store beføjelser, mens regionale myndigheder i det egentlige Danmark har ret begrænset magt."

Rigsfællesskabet
- Wikipedia


Statsministeriet - Rigsfællesskabet

Þorsteinn Briem, 13.6.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Bestu þakkir fyrir að taka af mér ómakið Steini.  Það er merkilegt hvað menn geta ruglast á þessu, eins og málið er nú einfalt.

Pjetur Hafstein Lárusson, 14.6.2010 kl. 17:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var nú lítið, Pjetur minn.

Þorsteinn Briem, 14.6.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband