Aðför að réttarfari og lýðræði

Hvað er vald, hvernig ber að beita því og í hvaða tilgangi?  Svörin við þessum spurningum eru grundvöllur réttarfarsins og um leið réttarríkisins. Atburðirnir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun leiða hugann að þessum spurningum.

Í lýðræðisþjóðfélögum er vald varðstaða um samkomulag þegnanna um varðveislu grunngilda þjóðfélagsins.  Því ber að beita samkvæmt almennum reglum og án mismununar.  Tilgangur þessarar valdbeitingar á að vera sá, að tryggja frið, réttlæti og jafnræði þegnanna gagnvart lögum.

Í vissum tilfellum afhenda þegnarnir ákveðnum stofnunum umboð, til að framfylgja valdinu.  Þess skal þá jafnan gætt, að þær stofnanir, t.d. Alþingi og dómstólar, framfylgi þessu valdi í heyranda hljóði, nema í algjörum undantekningar tilfellum, sem ekki koma til álita hér.

Þegar dómari og/eða lögreglan telja sig þess umkomin, að ákveða, hverjir sitji eða standi í réttarsal og hverjir ekki, til að vera vitni að réttarhöldum og framfylgja þeirri ákvörðun með því að rýma réttarsal, er ekki verið að ráðast á þá, sem vikið er úr salnum, heldur réttarfarskerfið og lýðræðið sem slíkt.  Í því felst alvara þeirra atburða, sem urðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband