Arne Dørumgaard - meistaraþýðandi úr austurlandamálum

Heimurinn hefur heldur svona skroppið saman frá dögum Alexanders mikla og er ósköp lítið um það að segja.  Á síðari árum hefur áhugi vestrænna ungmenna á Austurlöndum aukist til muna og er það vafalaust gagnkvæmt.  Nálægð og fjarlægð renna saman.

Eitt af því sem ungt fólk hér á Vesturlöndum hefur sótt í, austan úr heimi, er skáldskapur.  Nú er það svo, að tungumál setja þar nokkrar skorður.  Því langar mig til að benda þeim, sem áhuga kynnu að hafa á, að í Þjóðarbókhlöðunni er að finna þrjár bækur með þýðingum Norðmannsins Arne Dørumgaard á fornum japönskum ljóðum.  Þess utan þýddi Dørumgaard kínversk ljóð og ljóð frá Kóreu.  Hann ritaði og ítarlega formála með þýðingum sínum, sem ljúka upp heimi austurlanda fyrir lesendum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband