2.1.2010 | 22:27
Ömurleg skemmdarverkafýsn á nýársnótt
Hvað fær fólk eiginlega til að ráðast á kirkjur, ýmist til að brjóta í þeim rúður og ata þær málningu eins og gerðist í Grensáskirkju á sjálfa nýársnótt, eða hreinlega til að brenna þær til ösku, svo sem raunin varð í Krýsuvíkurkirkju í nótt? Já, og hvað skyldi valda því, að menn tuddist um á jeppum í Heiðmörk og spilli þar gróðri, sem fólk hefur með ærnu erfiði ræktað, sjálfu sér og öðrum til yndisauka?
Má vera, að einhverjir telji núverandi þjóðfélagsástand afsaka slíkar gjörðir. Því fer þó fjarri. Það bætir ekki úr skák, að menn fái útrás fyrir sínar lægstu hvatir; það gerir aðeins illt verra. Það er nauðsynlegt, að koma höndum yfir þessa misindismenn, ekki til að refsa þeim, heldur til að kenna þeim muninn á réttu og röngu. Þeir vita svo sannarlega ekki, hvað þeir gjöra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála það er ekkert víst að þetta fólk hafi lent í verra en aðrir út af ástandinu.Þetta er einhver landlægur ruddaháttur.Menn geta ekki stolið bíl örðuvísi en að rispa hann eftir 100metra sem dæmi. Almenningsímar eru annað dæmi.Símklefarnir í Harlem eru skemmdir minna,gæti ég trúað .(bófarnir þurfa að nota þá )
Hörður Halldórsson, 3.1.2010 kl. 10:37
Þetta þarf ekkert að standa í sambandi við þjóðfélagsástandið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.