Strandkapteinn í Íslandsbankann

Mikið líst mér vel á það, að Jón Sigurðsson hagræðingur skuli taka við formennsku í stjórn Íslandsbanka.  Hann var varaformaður stjórnar Seðlabankans og formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þegar allt fór endanlega fjandans til í efnahagslífi þjóðarinnar.  Hver gæti hugsanlega verið betur til þess fallinn, að leiða bankastjórn?  Þetta er eins og að gera strandkaptein að skipstjóra, eftir að sá hinn sami hefur strandað tveimur skipum.  Jón er maður með reynslu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Spakmæli skilgreinir vitfirringu þannig: 

Þegar menn gera sömu ráðstafanir eða beita sömu aðferð aftur og halda að það leiði til annarrar niðurstöðu en í fyrra skiptið!

Líklega hefur þessi alþýðuspeki ekki orðið til við íslenskar aðstæður, en hér gilda sem kunnugt er önnur náttúrulögmál á mörgum sviðum en annars staðar í heiminum að margra mati.

Kristinn Snævar Jónsson, 28.12.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband