Dýraníðingi klappað á kollinn af héraðsdómara

Undarlegt þótti mér að heyra af dómi, sem féll í héraði fyrir austan nú um daginn.  Bóndi einn hafði svelt fjölda fjár til dauðs og orðið með þeim hætti ber að níðingshætti gagnvart mállausum sakleysingjum.  Rétturinn féllst á sekt bóndans.

Nú kynni einhver að ætla, að manninum hefði verið komið bak við lás og slá, eða a.m.k. dæmdur til viðeigandi andlegrar meðferðar og hann auk þess verið sviptur rétti til búfjárhalds ævilangt.  En nei, kauði slapp með 80.000 króna sekt.

Ekki sel ég það dýrar en ég keypti, en þó hef ég það fyrir satt, að mál dýraníðinga komist sjaldan fyrir dómstóla; þau séu einfaldlega svæfð, sennilega sökum þess, að óviðeigandi þyki að ræða það í kallfæri, að slíkt þekkist í landinu.  Það er ekki ofsögum sagt, lífslygi Íslendinga er viðbrugðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta

Pjetur

Getur þú vísað mér að viðkomandi dóm? :það finnst enginn dómur um þetta mál á vef dómstólanna. Getur verið að  þetta hafi verið dómsátt, að krafa saksóknara hafi ekki verið önnur en sekt. Og þá má spyrja sýslumann hverju sæti.

Ásta , 22.12.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Þakka þér fyrir svarið. Ég er ekki með beina tilvísun í dóminn en grein um þetta efni kemur hér: http://www.visir.is/article/2009371307185

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 22.12.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband