18.12.2009 | 20:50
Skálað á Alþingi
Ef marka má frétt Vísis.is gerðist það helst markvert á Alþingi í gær, að Ögmundur Jónasson greiddi atkvæði undir áhrifum áfengis. Skemmst er að minnast þess, er Sigmundur Ernir Rúnarsson flutti snotra tölu þar á bæ fyrir skömmu og var víst ekki alveg laust við, að hann hefði lyft glasi mót upphimins ranni. Feta þessir ágætu menn í fótspor sjáfls Winstons Churchill, sem lét ekki sjá sig í Parlamentinu allsgáðan og sat þó þar í u.þ.b. 60 ár. Verða störf hans þó seint of metin.
Nú ætla ég ekki að mæla því bót, að þingmenn séu tiltakanlega drukknir í vinnunni. En hugum þó að nokkrum atriðum. Var Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ekki bærilega alsgáð, þegar hún ákvað að styrkja brask Björgúlfs Thors í ganganveri á Suðurnesjum? Og hvað með nöfnu hennar Jakobsdóttur menntamálaráðherra; var hún nokkuð á þriðja fylliríisdegi, þá er henni datt í hug, að kasta 14 þúsund milljónum króna í tónlistahöllina í Reykjavík á sama tíma og maðurinn með ljáinn afgreiðir helming umsókna um búsetu á elliheimilum og gamalmenni eru aukin heldur flutt hreppaflutningum milli elliheimila?
Já, er nema von ég velti því fyrir mér, hvort nokkur skaði sé skeður, þótt Bakkus gamli styðji endrum og eins undir axlir þingmanna á leið til pontu, eða hjálpi þeim, að ýta á réttan takka við atkvæðagreiðslur? Skyldi og síst gleyma því fornkveðna; öl er innri maður!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þetta bara alkahólistar sem við höfum kosið yfir okkur??????
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:28
Var Ögmundur einn í mat?
Doddi D (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.