Björgólfur Thor á ríkisjötuna í boði iðnaðarráðherra

Ég hef rökstuddan grun um, að ég sé ekki einn um það, að bera takmarkaða virðingu fyrir núlifandi stjórnmálamönnum.  Engu að síður setti mig hljóðan þegar ég horfði á Kastljós Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.  Þar var rætt við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um þá ákvörðun hennar, að styrkja Björgólf Thor Björgólfsson af almannafé, til að reisa gagnaver á Reykjanesi. Sem hægt er að sjá hér .

Í öðru orðinu reyndi ráðherrann að gera lítið úr þátttöku Björgólfs í verkefninu, en í hinu orðinu taldi hún það af og frá, að saga hans í viðskiptalífinu væri Þrándur í Götu þess, að hann hlyti ríkisstyrk.

Nei, ég ber ekki mikla virðingu fyrir núlifandi stjórnmálamönnum.  En samt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Pjetur. Þetta er alveg útúr kú.
Var byltingin til að koma svona fólki að stjórveli landsins?

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Pjetur, þjáningasystir kvittar hér fyrir að hafa sett hljóða við sömu frétt, og náði ekki að stynja upp orði af angist fyrr en hér.

http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/993881/

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.12.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband