12.12.2009 | 17:28
„Það er ekki langt síðan ég var almenningur sjálfur"
Það er ekki langt síðan ég var almenningur sjálfur", sagði ónefndur þingmaður í þætti Ríkisútvarpsins í morgun. Ekki er íslenskukunnátta mannsins upp á marga fiska, en látum það vera. Nema hann hugsi eins og Lúðvík Frakkakóngur XIV forðum tíð, þegar hann sagði hin fleygur orð; Frakkland, það er ég". En það er önnur ella.
Og þó. Þegar kista þessa jöfurs, sem kenndur var við sólina sjálfa, var borin gegnum Parísarborg, hafði hann aflað sér slíkrar fyrirlitningar almennings, að fólkið gerði hróp að honum dauðum og hrækti á kistu hans.
Orð umrædds þingmanns eru vandi íslenska sjórnkerfisins í hnotskurn. Stjórnmálamennirnir gera sér ekki lengur grein fyrir því, að þeir eru fulltrúar almennings. Þeir tala meira að segja sjálfir um sig sem stjórnmálastéttina". Það er eins og þeir telji sig kynborna höfðingjastétt en ekki fulltrúa þeirrar alþýðu, sem kaus þá úr sínum röðum. Þess vegna hafa menn ekki trú á þeim, heldur hina megnustu fyrirlitningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt. Takk fyrir þetta.
Þeim sem dettur í hug að taka millistéttina út úr jöfnunni, verða sendir heim með 4,9!
Þórdís Bachmann, 12.12.2009 kl. 22:02
Hann sagði nú fleira þessi skarfur. " Það lafir meðan ég lifi". Stundum finnst mér að formenn stjórnarflokkanna hugsi á svipuðum nótum.
Sigurður Sveinsson, 13.12.2009 kl. 08:58
Heyr, heyr! Þeir gleyma fljótt hvaðan þeir koma...
Stefán Smári Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.