Sagan og ritfrelsið

Margir hafa heyrt söguna af því, þegar þeir stríðsherrarnir Júlíus Cesar, Karl XII og Napóleon Frakkakeisari risu upp úr gröf sinni og hittust á Rauða torginu í Moskvu?  En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Svo vildi til, að þetta gerðist á byltingarafmælinu og var mikið um dýrðir í Kreml.  Á virkismúrnum stóðu leiðtogar Sovétríkjanna og horfðu á hersveitir marsera framhjá í endalausum röðum.

Fyrst komu þeirra félaga Cesars, Karls XII og Napóleons, bar upp á þennan dag, þótti við hæfi, að bjóða þeim að standa með Sovétleiðtogunum á virkismúrnum og horfa á dýrðina.  Þeir Cesar og Karl XII horfði frá sér numdir á hersýninguna.  „Með svona her, hefði ég í það minnsta komist austur að Oderfljóti", sagði Cesar frá sér numinn.  „Og ég hefði sko örugglega unnið orrustuna um Poltava", sagði Karl XII.

En hvað um Napóleon?  Hann gaf hersýningunni engan gaum.  Hann var nefnilega niðursokkinn í Pravda, málgagn sovéska kommonístaflokksins.  „Hvað er þetta maður", sagði Cesar í ávítunartón við Napóleon, „hvers vegna horfir þú ekki á hersýninguna"?  Þá leit Napóleon upp úr Pravda og sagði fullur aðdáunar: „Ef ég hefði ráðið yfir svona blaði, hefði enginn frétt af orrustunni við Waterloo".

Nei, nei, Napóleon varð ekki ritstjóri Prövdu og heldur ekki Moggans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband