Enn er varist á Bessastöðum

„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa", eru spakmæli án endimarka.  En þau fela ekki aðeins í sér, það sem öllum má ljóst vera, heldur einnig andhverfu sína; „lygin mun gera yður að þrælum".

Það var aumkunarvert að hlusta á orð Ólafs Ragnar Grímssonar forseta Íslands í útvarpinu í morgun á sjálfum fullveldisdegi þjóðarinnar, 1. desember, þar sem hann hélt því fram, að ýmsir s.k. „útrásarvíkinga" hefðu misnotað forsetaembættið, sem í góðri trú hefði reynt að liðsinna þeim, eins og raunar þorri þjóðarinnar.

Fyrir það fyrsta var það forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, sem misnotaði forsetaembættið og þjóðina alla, í þjónkun sinni við „útrásarvíkinga".  Vitað er, að fyrir það þáði hann ýmsa umbun, m.a. í formi veisluhalda og ferðalaga í einkaþotum þessara manna.  Þáði hann ef til vill fleira?  Það er rannsóknarefni, sem viðkomandi yfirvöld geta ekki lengur litið fram hjá.

Vissulega er að rétt hjá forsetanum, að stór hluti þjóðarinnar studdi útrásarvíkinga í orði.  En hvers vegna?  Skyldi þó aldrei vera, að þjónkun Ólafs Ragnars Grímssonar hafi slegið ýmsa blindu í þeim efnum?

Það skyldu menn og hafa hugfast, forseti Íslands, sem og aðrir, að margir urðu til þess, að vara þjóðina við útrásarvíkingum og þeirra myrkraverkum.  Og ýmsir þeirra vörðuð raunar um leið við Ólafi Ragnari Grímssyni og hans skuggalegu þjónkun við auðmennina.  En stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson hefur auðvitað ekki veitt því athygli.

Forsetinn óttast sýnilega niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis, sem væntanleg er í febrúar á næsta ári, enda hugsanlegt, að þær munu leiða til afsagnar hans.  Vissulega hefur hann lotið lágt, en hann hefur enn nokkrar vikur til að láta af embætti með nokkurri reisn, bjóði eðli hans upp á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Pjetur, hann er líklega líka að smjaðra fyrir þjóðinni í von um að hún verði honum vinsamleg og sýni honum vorkun þegar hann samþykkir Icesave samninginn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.12.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband