Nú tala þeir þöglu

Það er eins og mig minni, að það hafi verið í „Íslenzkri fyndni", sem Gunnar frá Selalæk gaf út forðum tíð, að ég las söguna um gömlu konuna, sem var að hlusta á útvarpsfréttir í síðari heimsstyrjöld.  Þetta var hrekklaus kona og vildi öllum vel.  Og henni blöskruðu svo fréttirnar af öllum þessum innrásum og orrustum til lands og sjávar og gott ef ekki uppi í loftinu líka, að hún sagði sem svo, í sinni fögru og fölskvalausu einfeldni: „Ef mennirnir fara ekki að hætta þessu, endar það með því, að þeir drepa einhvern".

Mér hefur jafnan þótt þessi saga bera vott um snoturt hjartalag.  Hins vegar veit ég ekki alveg, hvað segja skal um þá áráttu athyglissjúklinga, sem nú koma fram, hver á fætur öðrum, eftir að hafa sveipað sig djúpri þögn meðan á útrásarbrjálseminni stóð, og láta, sem þeir hafi allt frá upphafi útrásarinnar vitað, hver endirinn yrði.  Sé það rétt, er mér spurn; hvað réði þögn þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband