Aumingja stjórn K.S.Í.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands. K.S.Í., hefur nú hvítþvegið sig af yfirhylmingu í sambandi við fjármálastjóra sinn, sem fyrir fimm árum fór á nektardansstað í Sviss, meðan hann var þar staddur í erindum K.S.Í.  og sóaði milljónum af fjármunum sambandsins.

Í fimm ár tóks stjórnarmönnum K.S.Í. að hylma yfir með fjármálastjóranum og þegar upp komst, voru viðbrögð þeirra aumkunarverð.  Það er eins og þessir menn skilji ekki, að samtök þeirra eru bæði styrkt af opinberum aðilum og þjóðinni sjálfri.  Framkoma fjármálastjórans er því ekki aðeins óafsaknleg; hún er móðgun við íslensku þjóðina.  Þess vegna á að reka hann og kæra fyrir fjárdrátt.  Stjórn K.S.Í. á einnig að víkja og sæta dómsmeðferð fyrir yfirhylmingu með fjármálastjóranum.

Nú hafa Samtök kvenna um kvennaathvarf, Stígamót og Femínistafélag Íslands mótmælt þessu háttarlagi stjórnar K.S.Í.  Það er aumt til þess að vita, að slík mótmæli skuli ekki berast víðar að.  Það er ekki aðeins sjálfsagt, að allar kvennahreyfingar landsins mótmæli.  Hér er nefnilega ekki aðeins vegið að konum, heldur enn frekar að okkur körlum.  Getur það talist viðunandi gagnvart okkur, að stjórn K.S.Í. telji það í stakasta lagi, að fjármálastjóri hennar eyði í raun almannafé á stað, þar sem mannlegt eðli er dregið í svaðið, auk þess, sem vitað er, að mansal á sér víða stað á slíkum stöðum?  Eru þessir menn að halda því fram, að karmenn séu siðlausar skepnur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú virðist hafa misskilið þetta mál eitthvað. Maðurinn greiddi þessa upphæð tilbaka um leið og atvikið komst upp. Það er því ekki hægt að kæra fyrir fjárdrátt.  Er erfitt fyrir þig að skilja þetta?

booboo (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

@booboo!

Hvorugt er rétt!    Hann greiddi það á löngum tíma (eða jafnvel seint og um síðir þegar mútur komu frá erlendum sakamönnum!).    Fjárdrátturinn er jafn sakhæfur þó féinu sé skilað, alveg eins og bílaþjófur er  áfram þjófur þó bíllinn komist aftur í hendur eiganda!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 23.11.2009 kl. 19:35

3 identicon

Ég veit ekki hverju þessir menn eru að halda fram Pjetur.

Hinsvegar virðast þeir vera siðlausar skepnur. Svo mikið er víst.

Að sjálfsögðu á að vísa manninum frá störfum og stjórninni allri.

Óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt athæfi!!!!!!!!!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sagan sem gengur núna um bæinn er að allir þeir sem voru með í för þarna í útlandinu hafi farið saman á þessa strípibúllu og eyðslan hafi verið fyrir allan hópinn. Fjármálastjórinn hafi bara tekið á sig sökina fyrir alla hina þegar upp komst þar sem hann er sá sem er handhafi kreditkorts KSÍ.

Er ekki eiginkona formannsins búin að sparka honum ? Sagt er að hún hafi séð í gegn um þessa yfirhylmingu

Hefði hann verið einn í þessu þá væri sennilega löngu búið að láta hann fara í kyrrþey á sínum tíma

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.11.2009 kl. 22:26

5 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Eggert Magnússon setti þær siðareglur sem nú eru viðhafðar hjá KSÍ, og lærisveinninn hans Geir Þorsteinsson hefur viðhaldið þeim. Athugasemdir Predikarans er svipað og mér berst til eyrna og að þessi umrædda strípibúlluferð er ekki sú eina á s.l. 10 árum!

Birgir Viðar Halldórsson, 24.11.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband