Geðheilbrigði stjórnmálamanna?

Óneitanlega var það nokkuð vel til fundið hjá Ólafi F. Magnússyni, hreppsnefndarmanni í Reykjavík, að krefjast þess, að félagar hans í hreppsnefndinni leggðu fram læknisvottorð, því til sönnunnar, að þeir gangi heilir til skógar.  Sjálfur var hann látinn leggja fram slíkt plagg sökum þunglyndis, en sá sjúkdómur hafði um hríð ásótt hann eins og Churchill gamla alla tíð.

Og talandi um Churchill.  Eftir síðari heimsstyrjöld kom upp sú hugmynd á æðri stöðum, að gera hann að hertoga og gefa honum höll, með þakklæti fyrir framlag hans til baráttunnar gegn fasistum.  Þegar þessi hugmynd var borin undir gamla manninn, spurði hann, hvort menn gerðu sér ekki grein fyrir því, á hvaða tímum þeir lifðu. 

Nú hefur kona ein í hreppsnefndinni í Reykjavík orðið uppvís af því, að kaupa sér sumarhús fyrir skítnar 40.000.000. króna. Hún gerir sér sýnilega ekki grein fyrir því, á hvaða tímum hún lifir.  Það getur tæpast talist undrunarefni, að þess sé farið á leit, að hreppsnefndarmenn leggi fram vottorð faglærðra manna, því til sönnunnar, að þeir gangi heilir til skógar.

En það eru fleiri en umræddir, s.k. stjórnmálamenn, en hreppsnefndarfrú Sjálfstæðisflokksins á Tjarnarbakkanum, sem að skaðlausu mættu láta læknisfróða menn huga að andlegri heilsu sinni.  Sú undarlega árátta sumra ráðherra Samfylkingarinnar, að sanka að sér ráðgjöfum úr gamla Bjöggabankanum er lítt skiljanleg venjulegu fólki.  Og nú hefur félagsmálaráðherra, af öllum mönnum, hóað til sín ráðgjafa úr Bjöggabankanum, sem í þokkabót gerir yfir 200.000.000 króna kaupkröfur á hendur þrotabús bankans. 

Er ætlast til þess, að ólæknisfróðir menn skilji svona hringavitleysu?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og er ráðgjafinn ekki í þokkabót grunaður í svokölluðu Ímonmáli!  Það segir Egill Helgason - en ég sé hvorugan hinna ákærðu í starfsmannatali  Félagsmálaráðuneytinu en það er ekkert að marka!      Það hlýtur að vanta margar blaðsíður í Árna Pál svo hann færi aldrei gegnum nálarauga læknamafíunnar!

Ragnar 

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eg vil nú segja Árna Páli til varnar að hann kom fyrir stuttu síðan í veg fyrir barnarán barnaverndarnefndar. Það fannst mér mjög heilbrigt og mættu fleiri sýna slíkt í verki. Allir vita að börnin hafa enga möguleika á að verja sig fyrir slíkum níðingsverkum á meðan fullorðið fólk hefur þó möguleika.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband