20.10.2009 | 23:05
Hví skilar rannsóknarnefnd Alþingis ekki áliti nú þegar?
Þá hefur það verið gert lýðum ljóst, að rannsóknarnefnd Alþingis varðandi Hrunið, fresti opinberun rannsóknar sinnar um þrjá mánuði, eða fram í byrjun febrúar.
Ýmsar getgátur eru uppi um ástæður þessarar frestunar. Tvær ber þó hæst og er hvorug góð. Önnur er sú, að glæpastarfsemin, sem Hruninu olli, hafi verið svo viðamikil, að rannsóknarnefndin þurfi lengri tíma til að rannsaka hana, en upphaflega var gert ráð fyrir. Hitt er einnig haft á orði, að spillingin á Alþingi og í stjórnmálaflokkunum, hafi verið og sé svo gengdarlaus, að þingheimur þori ekki að sannleikurinn verði gerður almenningi ljós. Verst er þó, ef rétt reynist, að hvoru tveggja sé; yfirgengileg glæpastarfsemi í fjármálalífinu og stórkostleg pólitísk spilling.
Raunar hafa tengslin milli athafnalífs og stjórnmála aldrei farið leynt á Íslandi og berast þá böndin helst að Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum. Hermangið og kvótakerfið segja sína sögu.
Hvorki má þó gleyma því, að spillingaröflin í þessum tveimur flokkum áttu sér sína meðreiðarsveina í öðrum flokkum, né hinu, að í báðum þessum flokkum er að finna stálheiðarlegt fólk. En jafnvel þótt það sé í meirihluta sinna flokksmanna, fóru áhrif þess þverrandi á tímum frjálshyggjunnar. Þá lentu ýmsir, bæði hópar og einstaklingar, í gíslingu sérhyggjunnar. Og ekki eru allir frjálsir úr þeim höftum enn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara að minna þig á að það var nefndin sem bað um lengri tíma! Og verkefni sem nefndin hefur er að nú ekki smá viðamikil:
"
Markmið rannsóknar.
1. gr.
Tilgangur laga þessara er að sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis leiti sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þá skal hún leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. Nefndin skal í þessu skyni:
1.
Varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir þess vanda íslenska bankakerfisins sem varð Alþingi tilefni til að setja lög nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
2.
Afla upplýsinga um starfsemi fjármálafyrirtækja sem geta skýrt vanda þeirra, svo sem um fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið.
3.
Gera úttekt á reglum íslenskra laga um fjármálamarkaðinn og tengda atvinnustarfsemi í samanburði við reglur annarra landa og framkvæmd stjórnvalda á þeim.
4.
Leggja mat á hvernig staðið hafi verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum og upplýsingagjöf af því tilefni milli stjórnvalda, til ríkisstjórnar og til Alþingis.
5.
Koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi opinberrar stjórnsýslu sem miða að því að gera íslenskt fjármálakerfi færara um að bregðast við þróun og breytingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
6.
Gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis.
7.
Skila Alþingi skýrslu um rannsóknina ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar.
Að því marki sem nefndin telur nauðsynlegt er henni heimilt að láta rannsókn sína taka til atburða eftir gildistöku laga nr. 125/2008 eða gera tillögu um frekari rannsókn á slíkum atburðum.
Í tengslum við athugun á fyrrgreindum atriðum skal enn fremur fara fram rannsókn þar sem lagt verði mat á hvort skýringar á falli íslensku bankanna og tengdum efnahagsáföllum megi að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði."
Og hér getur séð skýringar nefndarinnar á af hverju skýrslan tefst:
http://www.rannsoknarnefnd.is/article.aspx?ArtId=26&catID=26
Svo væri nú gott að menn væru ekki að reyna að gera allt tortryggilegt. Þessi nefnd er algjörlega óháð öllum stofnunum. Og hefu víðtækari heimildir en nokkur stofnun. Í megniatriðum tók lengri tíma að fá umbeðin gögn frá bönkum og fleirum en þau reiknuðu með.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2009 kl. 17:43
Er málið ekki bara einfallt ?
Leyfa þjóðinni að halda jól og áramót og að því loknu að opna á kýlinu ?
Þá verða einnig áhrifin af gríðarlegum niðurskurð að hefjast.
Og daginn fer að lengja á ný ?
Tímasetningar eru mikilvægar.
Hætt er við miklu sálænu áfalli þjóðar.
Sævar Helgason, 21.10.2009 kl. 19:25
Leiðréttur texti :
Er málið ekki bara einfalt ?
Leyfa þjóðinni að halda jól og áramót og að því loknu að opna á kýlinu ?
Þá verða einnig áhrifin af gríðarlegum niðurskurð að hefjast.
Og daginn fer að lengja á ný ?
Tímasetningar eru mikilvægar.
Hætt er við miklu sálrænu áfalli þjóðar.
Sævar Helgason, 21.10.2009 kl. 19:28
Sæll Pjetur, mér finnst þetta vel mælt hjá þér.
Það má vera rétt sem Magnús bendir á að nefndin sjálf hafi beðið um frest þar sem vinnu hennar er ekki lokið, en það er engu að síður þekkt að rannsóknarnefndir birti hluta og búta úr skýrslum sínum áður en þær eru birtar að fullu. Það gæti verið ágætt hér að gera slíkt enda mun skýrsla nefndarinnar vera um 1000 blaðsíður þegar upp verður staðið!
Ætli það sé ekki af nógu að taka!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2009 kl. 20:42
4rða skýríngin er að von hafi verið á stjórnarslitum fyrir jól & því ekki á það hættandi að bæta í körfuna upplýzíngum um hátterni núverandi & fyrrverandi stjórnarliða.
Steingrímur Helgason, 22.10.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.