Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér

Viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við nýja Icesavesamningnum benda sterklega til gleymsku þeirra á upphafi og bakgrunni þess siðferðisástands, sem leiddi af sér Hrunið.  Þar bera engir meiri ábyrgð, en einmitt þessir tveir flokkar, þótt Samfylkingin hafi raunar hjálpað þeim á lokasprettinum, m.a. með því að heimila Landsbankanum að hefja Icesaveviðskipti í Hollandi.

Væri nú ekki ráð, að menn tækju höndum saman, hvar í flokki sem þeir standa og einbeittu sér að uppbyggingu lands og þjóðar?  Illa brunnu þau á okkur á síðasta ári, hin fornu sannindi; „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér".   En heitari verða eldarnir þó, ef sundurlyndisfjandinn fær enn að leika lausum hala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, það skiptir ekki máli hver bar sök á hverju þegar rætt er um Icesave heldur er það hárrétt hjá stjórnarandstöðunni að þetta mál er algjört klúður í meðförum ríkistjórnarinnar.

Satt segir þú að auðvitað eiga menn að standa saman í þessu messi en ríkistjórnin hleypir nú stjórnarandstöðunni ekki að borðinu!!!

Óskar (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:31

2 identicon

"Það skiptir ekki máli hver bar sök á hverju þegar rætt er um Icesave" osfrv.

Núverandi stjórnarandstaða, sýnir af sér slíkt ábyrgðarleysi og loddaraleik að það er með ólíkindum að viðkomandi aðilar skuli leyfa sér að sitja inni á þingi, svona yfirleitt.

Einmitt eins og greinarhöfundur segir: "Væri nú ekki ráð, að menn tækju höndum saman; "

Það er lausnin á þessu máli.

Erlingur Þ (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Heyr, heyr Pjetur. Rétt hjá þér, samtakamáttur okkar sem þjóðar er gríðarlegur og ég efast ekki um að það eitt kemur okkur úr vandanum.

Hvað varðar ábyrgðina þá er ábending þín hárrétt, en því miður held ég að sumir vilji ekki leggjast á árarnar vegna þess að þeir eru hræddir um að fá ekki hrósið þegar upp er staðið!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.10.2009 kl. 16:29

4 identicon

Það er með ólíkindum loddaraskapurinn í ykkur sem viljið svíkja barnabörnin okkar og ræna þau rétti til að leita dómstóla í skuldamáli sem þau hafa aldrei stofnað til. Meira að segja morðingjar og barnaníðingar fá sinn dag í réttarhöldum.

það þýðir ekkert að segja að þetta sé Sjálfstæðisflokknum að kenna og berar frekar gáfnafar ykkar en hitt að vera sannleikurinn. Hér var frjálst bankakerfi sniðið að hætti vestrænna ríkja og eftirlitið var a la ESB sem sagt mein gallað. Enginn gat reiknað með að það væru glæpamenn sem keyptu bankana en þeir voru kvattir til dáða af klappstýrum Samfylkingarinnar með formann flokksins og forsetann í farabroddi

Gusta

Agusta (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband