Sauðfé á beit í þéttbýli

Hún er snjöll hugmyndin, sem umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar reifaði í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.  Hugmyndin er sú, að nýta grasi gróin svæði í bæjarfélaginu sem beitiland fyrir sauðfé.

Þetta gera Færeyingar, m.a. í Þórshöfn og er af þessu bæjarprýði. Vonandi verður hugmyndin að veruleika á Ísafirði og víðar um landið.  Hvers vegna ekki að nýta hluta Arnarhóls sem beitiland?  Og hvað með syðri hluta Austurvallar, a.m.k. suðaustur hornið?  Já, og Ráðhústorgið á Akureyri, þar þyrfti ekki einu sinna að girða, önnur eins röð og regla og þar ríkir. 

Loksins gæti baráttumál Þórs Vigfússonar frá borgarstjórnarkosningunum 1978 um geitur og kindur í húsagörðum orðið að veruleika.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batnandi fólki sem bætir umhverfið í leiðinni er best að lifa.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Notalegt

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband