Icesave til Haag?

Ég fyllti þann flokkinn, sem greiða vildi möglunarlaust þessar lögboðnu rúmlega 20.800 evrur vegna Icesaveskuldanna.  En það var áður en málið tengdist Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.  Sá sjóður er í raun valdatæki, fyrst og fremst í höndum engilsaxnesku stórveldanna, Bandaríkjanna og Bretlands, enda stofnaður eftir síðari heimsstyrjöld,  til að tryggja völd þeirra og áhrif út um allar jarðir.

Nú neitar þessi sjóður að leggja fram umsamin lán, fyrr en gengið hefur verið frá Icesavemálum.  Sú neitun hefur ekkert með efnahagsmál að gera; hún er hluti af heimsvaldastefnu engilsaxa.  Hollendingar fljóta svo með. 

Engilsöxum er mjög í mun, að knésetja Íslendinga.  Það hefur ekki farið leynt, að bandarísk fyrirtæki ásælast aðstöðu til stóriðju hér á landi, auðvitað gegn raforkukaupum á gjafverði.  Og ekki ætti að koma á óvart, þótt Bretar sigldu í kjölfarið.  Þá má ekki gleyma fiskimiðunum og siglingaaðstöðu vegna líklegarar hlýnunar á Norðurpólnum.  Hverfi ísinn af Norðurpólnum margfaldast hernaðarlegt mikilvægi Íslands.  Þá er gott fyrir engilsaxa, að hafa hunda með skottið milli lappanna í valdastöðum á Íslandi.  Þeir vita sem er, að þar hafa fyrr fundist lítilmenni.

Geti Bretar og Hollendingar, að ógleymdum Alþjóða gjaldreyrissjóðnum,  ekki fallist á skilyrði Alþingis varðandi Icesave, verður vitanlega að vísa málinu aftur til þingsins.  Og sennilega er þá ekki um aðra lausn að ræða, en að skjóta því til Alþjóðja dómstólsins í Haag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér skiptir þó það smáatriði máli að dómstóllinn í Haag getur ekki tekið upp málið nema báðir málsaðilar samþykki. Og þar hefur hnífurinn staðið í kúnni.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Þakka svarið Stefán.   En mér vitanlega hafa íslensk stjórnvöld ekki orðað þessa leið.

Pjetur Hafstein Lárusson, 8.10.2009 kl. 23:23

3 identicon

Alþjóðadómstólnum í Haag er ekki treystandi til að taka á þessu máli og ég efast mjög að til sé dómstóll er er hæfur til þess hvar sem er á jörðinni. Ástæðan er sú að "vitlaus" niðurstað þar getur sett allt Evrópska fjármálakerfið úr skoðun með keðjuverkandi áhrifum um allan heim.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:37

4 identicon

Þetta er vegna íslensks banka. Þetta er íslenski tryggingarsjóðurinn og ef Bretar eða Hollendingar vilja fara í mál verða þeir að leggja fram kæru í héraðsdómi (sennilega Reykjavíkur) á íslandi. Það myndi svo væntanlega rata til hæstaréttar.

íslendingar dæma í sínum málum. Haag hefur ekkert með þetta að gera.

ívar (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Íslenskt fyrirtæki (Landsbankinn) og íslensk sjálfseignarstofnun (Tryggingasjóður innstæðueigenda) heyra undir lögsögu íslenskra dómstóla, fyrst og fremst. Hvorugt þeirra er ríkisfyrirtæki og því ekki á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Vilji erlendir aðilar halda öðru fram er þeim frjálst að sækja það mál fyrir (íslenskum) dómstólum eins og í hverju öðru ágreiningsmáli sem varðar lagalegar skyldur íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2009 kl. 14:15

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað skyldi slíkur málarekstur taka langan tíma. Hverjar yrðu afleiðingarnar fyrir Ísland á meðan ? Spyr sá sem ekki veit.

Finnur Bárðarson, 9.10.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband