7.10.2009 | 16:19
Jóhanna á blindgötum
Jóhanna Sigurðardóttir er einlægur jafnaðarmaður; um það efast enginn. En jafnræðismaður er hún ekki, til þess er hún of mikil kerfismanneskja, rétt eins og Steingrímur J. Sigfússon. Þess vegna vefst það fyrir þeim, að hafni Bretar og Hollendingar þeim skilyrðum, sem Alþingi hefur sett varðandi Icesavemálið, verður málið að fara aftur fyrir þingið.
Það er hvorki í valdi forsætisráðherra né fjármálaráðherra, að krefjast þess, að allir séu sammála þeim; ekki einu sinni í ríkisstjórn. Að ætla að hindra það, að Icesevemálið fari aftur fyrir Alþingi, nema trygging sé fyrir því, að stefna formanna stjórnarflokkanna njóti þar meirihluta, er einfaldlega krafa um, að þingræði verði aflagt á Íslandi. Fyrir því er ekki vilji meðal þjóðarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir á því þann kost einan, að brjóta odd af oflæti sínu, og óska þess, að Ögmundur Jónasson taki aftur sæti í ríkisstjórn. Að öðrum kosti verður hún annað hvort að biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina, eða leggjast auðmjúk á kné frammi fyrir leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna. Hennar er valið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
mikið innilega er ég sammála þér- þetta er mergur málsins.
Elísabet (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 19:54
Þeir geta fengið þessa 16 milljarða úr tryggingarsjóðnum. Svo eiga þeir að ætta ollum dónaskap og handrukki á almenning
Sigurður Þórðarson, 7.10.2009 kl. 23:34
Ég sé ekki neina verri lendíngu í þessu máli en Jóka er að bjóða upp á.
Persónulega vil ég alfarið hafna þessu & láta dómsækja.
Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:09
Sammála þessu. Það er ekki einleikið hvað Jóhanna er einstrengsleg og Steingrímur er ekki neitt betri. Þessir einræðistilburðir þeirra eru óþolandi.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.