5.10.2009 | 23:10
Rannsókn á bréfaskriftum forsetans
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram til forseta, óttuðust margir, að næði hann kosningu, mundi honum seint lærast, að forsetaembættið er sameiningartákn en ekki valdastaða. Sá ótti hefur því miður reynst á rökum reistur.
Nú hefur rannsóknarnefnd Alþingis krafist aðgangs að bréfum forsetans til erlendra valda- og áhrifamanna. Þar kemur m.a. í ljós, að hann hefur þjónað sem vikapiltur útrásarvíkinga. Út af fyrir sig eru það ekki tíðindi; sendlahjólið hefur lengið hallast upp að vegg á Bessastöðum, milli þess, sem Ólafur Ragnar hefur rennt úr hlaði með úttroðna axlatösku. En þetta er dropinn, sem fyllir mælinn. Annað hvort verður Ólafur Ragnar Grímsson að segja af sér, eða setja verður forsetaembættið undir eftirlit Alþingis og ríkisstjórnar fram að næstu forsetakosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar er hægt að sjá þessi bréf ?
Fransman (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 03:32
Forsetinn á að "sitja á Bessastöðum" út kjörtímabilið. Við það sparast verulegir fjármunir.
Ómar Bjarki Smárason, 6.10.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.