Ný ljóðabók eftir Gunnar Má.

Steinn Steinarr hélt því eitt sinn fram, að ljóð  væru í raun sendibréf milli skálda.  Það má svo sem til sanns vegar færa, að því tilskildu, að lesendur ljóða séu á sinn hátt skáld, eins þótt þeir yrki ekki.

Því flýgur mér þetta í hug, að Gunnar Már Gunnarsson hefur nú sent frá sé ljóðabók og kallar hana milli barna.  Útgefandi er bókaforlagið Uppheimar á Akranesi.  Og í þessari bók er ljóð, sem skáldið kallar „Sigfús Daðason í endursýn" og kveðst hafa ort yfir leiði Sigfúsar.

Ekki ætla ég mér þá dul, að setjast í sæti dómarans varðandi þessa litlu bók.  Læt þess aðeins getið, að ljóðaunnendum ætti að vera skaðlaust, að lesa hana í góðu tómi.  Sjálfum mér óska ég til hamingju, með að hafa gert það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband