Afsögn Ögmundar

Afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórninni er að því leyti heillaspor í íslenskum stjórnmálum, að  loksins hefur íslenskur ráðherra sagt af sér, vegna þess, að hann tekur sannfæringu sína fram yfir skammtíma hagsmuni flokks og ríkisstjórnar.

Í nýlegri blaðagrein Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra og núverandi formanns þingflokks Samfylkingarinnar notar hann tvívegis orðið „stjórnmálastétt", án athugasemdar.  Þannig túlkar hann, ómeðvitað að vísu, sjálfsmat flestra íslenskra stjórnmálamanna.  Þeir líta ekki á sig sem fulltrúa og þar með þjóna þjóðarinnar, heldur sem sérstaka stétt, nánar tiltekið yfirstétt, sem sé hafin yfir fólkið í landinu.  Það er nákvæmlega þetta, sem skapað hefur vantrú þjóðarinnar á stjórnmálamönnum, að ekki sé sagt skömm á öllu þeirra hátterni.

Með afsögn sinni hafnar Ögmundur Jónasson „stéttarvitund" stjórnmálamanna.  Hann kemur fram sem einstaklingur, er starfar í umboði þjóðarinnar, ekki „stjórnmálastéttarinnar".  Þetta er virðingarverð afstaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

Sammála

Eva , 30.9.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 09:21

3 identicon

Sannfæring hans ristir nú ekki dýpra en svo að hann er alveg tilbúin að leyfa öðrum að halda áfram að gera sömu vitleysuna.

Á meðan hann styður ríkisstjórnina þá er þessi maður ekkert nema heigull og aumingi í mínum augum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband