Brauš og leikar ķ heimi listarinnar

Eftirfarandi grein mķn birtist ķ Morgunblašinu ķ dag:  

Fyrir mörgum įrum skrifaši rithöfundur einn og žjóšfélagsrżnir merka grein ķ dagblaš, žar sem hann gagnrżndi kollega sķna, fyrir afskiptaleysi af žjóšfélagsmįlum.  Nefndi hann nokkur nöfn, mįli sķnu til stušnings.  Einn žessara höfunda, svaraši žvķ ašspuršur ķ sama blaši, nokkru sķšar, aš žaš vęri ekki hlutverk rithöfunda, aš skipta sér af stjórnmįlum; žeir ęttu einfaldlega aš skrifa sögur.

Žetta hygg ég, aš hafi veriš hiš almenna višhorf, jafnt almennings sem rithöfunda į „frjįlshyggjutķmanum”.  Rithöfundar voru žar meš oršnir hluti af skemmtanaišnašinum, rétt eins og hverjir ašrir popparar.  Eini munurinn var sį, aš poppararnir uršu sjįlfir aš sjį sér fyrir salti ķ grautinn, mešan Launasjóšur rithöfunda hélt upp žeim rithöfundum, sem fyndnastir žóttu į hverjum tķma.

Skömmu eftir hrun Sovétrķkjanna kom hingaš til lands rśssneskur rithöfundur.  Honum var haldin veisla ķ hśsakynnum Rithöfundasambands Ķslands.  Žegar veislugestir voru oršnir nokkuš hreifir af vķni, spurši heišursgesturinn, hvernig menn fęru aš žvķ, lifa af ritstörfum ķ svo fįmennu landi.  Honum var svaraš, aš hér vęri til ritlaunasjóšur.  „Og hver borgar ķ hann”? spurši Rśssinn.  Žegar honum var sagt, aš rķkiš sęi um žį hliš mįla, sagši sį rśssneski: „Jį, einmitt, svo žiš skrifiš eftir pöntun”.

Aušvitaš reyndu višstaddir aš sverja slķka hįttsemi af sér.  En Rśssanum varš ekki hnikaš: „Veriš žiš ekki meš žetta fjandans kjaftęši”, sagši hann, „ég starfaši ķ svona kerfi ķ žrjįtķu įr og veit nįkvęmlega hvernig žaš virkar”.

Fjarri sé mér, aš halda žvķ fram, aš žeir rithöfundar, sem rķkiš hefur haldiš į floti hér į landi, skrifi samkvęmt beinni pöntun.  Hins vegar leyfi ég mér aš fullyrša, aš flestir žeirra séu svo lķtilsigldir, aš žaš hafi ekki einu sinni žurft aš segja žeim, hvaš til žeirra frišar heyrši.  Og žurfi ekki enn.

Žvķ mišur gildir žetta ekki ašeins um rithöfunda, heldur listamenn yfirleitt og einnig fręšimenn į ótrślegustu svišum vķsinda.  Žaš er aš vķsu ekki önnur saga, en annar kafli, sem ekki veršur fjallaš um hér, enda stendur žaš öšrum nęr en mér.

Hlutverk lista?

Hvert er hlutverk lista?  Sumir segja, aš listin eigi aš hafa skemmtanagildi.  Og vķst er um žaš, aš ekkert verk veršur listaverk, af žvķ einu, aš vera leišinlegt; sķšur en svo.  En žaš veršur heldur ekkert verk listaverk, vegna žess eins, aš af žvķ megi hlęja.

Segja mį, aš skipta megi list ķ žrjį megin flokka. Fyrst skal nefna list augnabliksins; hermilistina.  Hśn nżtist mönnum gjarnan til nokkurrar gleši, mešan į henni stendur, sjaldnast lengur. Žį er žaš frįsagnalistin. Henni er ętlaš aš varšveita andblę lišinna tķma; vera eins konar skuggsjį inn ķ fortķšina.  Fljótt į litiš viršist frįsagnalistin einungis tilheyra bókmenntum.  En sé betur aš gętt, kemur annaš ķ ljós.  Žannig getur t.d. góšur listmįlari eša ljósmyndari sagt sögu meš myndum sķnum, jafnvel kallaš fram hljóma ķ hugum įhorfenda. Loks er nefna framsękna list; list, sem varpar ljósi inn ķ hiš ókomna.  Žaš er sś list, sem mestu varšar.  En hśn veršur aldrei pöntuš.  Tekiš skal fram, aš ķ vissum tilfellum, liggja mörkin milli frįsagnalistar og framsękinnar listar ekki endilega ljós fyrir.

Framsękin list setur menn ķ žį stöšu, aš verša aš hugsa; hver er ég, hvašan ber mig aš, hvar er ég staddur og hvert stefni ég?  Mörgum žykir žess hįttar list óžęgileg; hśn žrengir aš žeim.  Hśn neyšir menn beinlķnis til aš hugsa, meta hlutina ķ nżju ljósi.  Žetta er ekki list žeirra, sem vilja „vinna į daginn og grilla į kvöldin”, svo vitnaš sé til eftirminnilegra, en ef til vill ekki mjög  fleygra orša.  Žetta er list žeirra, sem leita.

Žaš gefur auga leiš, aš list žeirra, sem leita, į aldrei upp į pallboršiš hjį valdhöfum, hvort heldur žeir verma rįšherrastóla eša fara meš peningavöld eša völd į sviši menningarmįla.  Žar žykir žaš best, sem žegar er fundiš.  Ešlilega!          Framsękin list er ekki og veršur aldrei list fjöldans.  Ekki svo aš skilja, aš hśn sé list hinna śtvöldu.  Hśn er einfaldlega list žeirra, sem vilja notfęri sér listina, til aš stašsetja sig ķ tilverunni og leita leiša inn ķ framtķšina.  Margir nota trś ķ sama tilgangi, ašrir heimspeki og enn fleiri blanda žessu öllu saman.  Framsękin list vekur m.ö.o spurningar; svara viš žeim veršur hver og einn aš leita sjįlfur.

Afstaša valdsins

Valdiš, hverju nafni, sem žaš nefnist, vill ekki, aš fólk leiti sér svara viš spurningum um rök tilverunnar.  Žaš telur sig sjįlft hafa svör į reišum höndum, viš hvaša spurningum, sem vera skal.  Og žaš ętlast til žess, aš almenningur taki žau svör gild.  Annarrs er vošinn vķs.

Stundum tryggja valdhafar völd sķn yfir listum og annarri mannlegri hugsun, meš vopnum og frelsissviptingu žeirra, sem hugsa į öšrum brautum, en žeim eru žóknanlegar.  Ķ slķkum tilfellum er talaš um einręši eša jafnvel alręši.  En oft žurfa valdhafarnir ekki į žess hįttar mešulum aš halda.  Žį nęgir žeim aš kasta beini fyrir žann hundskjaftinn, sem hęst geltir, klappa kjölturakkanum undir kverkina o.s.frv.  Slķkar ašferšir eru vopn valdsins ķ lżšręšisrķkjum, sérstaklega žar sem lżšręšiš stendur į braušfótum.

Lżšręšiš į Ķslandi hefur lengi veriš veikt.  Sķšasta birtingarmynd žeirrar veiklunar var, žegar valdhafarnir töldu žjóšinni trś um, aš henni mundi vegna žeim mun betur, eftir žvķ, sem hśn hefši minna meš sķn eigin mįl aš gera.  Fólki var talin trś um, aš best vęri, aš selja sem mest af žeim stofnunum, sem žaš įtti og gat, žrįtt fyrir allt, haft nokkur įhrif į meš lżšręšislegum hętti.  Žvķ nęst voru žessar stofnanir aš vķsu ekki seldar, heldur gefnar, en žaš er annar handleggur.

Žetta blasti viš öllum hugsandi mönnum.  Öllum mįtti ljóst vera, hver endirinn yrši.  En um žaš mįtti ekki tala.  Og žvķ fór sem fór.  Žvķ mišur veršur aš segjast eins og er, aš listamenn eiga žar stóra skuld aš gjalda žjóšinni.  Ég er ekki aš tala um alla listamenn, ef til vill ekki einu sinni marga.  En ég er aš tala um žį listamenn, sem valdhafarnir hafa helst haldiš aš žjóšinni, m.a. meš dyggri ašstoš fjölmišla og fręšslukerfis.

Sumum žessara listamanna er nokkur vorkunn; žeir höfšu einfaldlega ekki žann kjark, sem žurfti, til aš standa į eigin fótum.  Žaš er erfitt, aš įsaka menn fyrir hugleysi; žaš er žeim ešlislęgt.    Ašrir höfšu „fręgš” sķna aš verja.  Er hęgt aš įsaka menn fyrir hégómaskap?  Ef til vill ekki.  En listin į aš vera vķgvöllur hugsunarinnar og huglausir menn eiga ekki erindi į vķgvöll.  Sama gildir um hina hégómafullu; žeim hęfir best, aš standa fyrir framan spegil og dįsama sķna eigin mynd.

Listin gerir kröfur, bęši til žeirra, sem skapa hana og hinna sem njóta hennar.  Žęr kröfur verša menn m.a. aš setja ķ žjóšfélagslegt samhengi.                

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pjetur! Frįbęr grein og greining į ešli listarinnar. Ég hef ķ kennslustarfi bent į ešli sköpunar og tengsla sköpunar viš fantasķu - žaš er eitt aš skapa fyrir sig, annaš aš skapa fyrir ašra, hiš žrišja aš skapa fyrir framtķšina, en žar höfum viš hiš eina og sanna "kreatķvitet". Žankar žķnir um ešli listarinnar falla fullkomlega aš žessu. Verum svo ķ sambandi nęst žegar ég kem til landsins; veit ekki alveg hvenęr žaš veršur, en hugsanlega um mišjan eša ķ lok októbermįnašar. Kvešja!

Jakob S. Jónsson (IP-tala skrįš) 1.10.2009 kl. 03:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband