Hrunadans Borgarahreyfingarinnar

Það er gömul saga og ný, að stjórnmálaflokkar, sem til verða utan gamla fjórflokksins eigi erfitt uppdráttar.  Margt kemur þar til.  Stundum hafa félagar þessara flokka of fátt að sameinast um.  Stjórnmálalegar forsendur eru fólks eru þá ólíkar.  Þessum flokkum er það gjarnan sameiginlegt, að þeir eru stofnaðir á neikvæðum forsendum, í þeim skilningi, að þeim er stefnt gegn einhverju tilteknu þjóðfélagsástandi, sem augljóslega má bæta, en ekki til stuðnings ákveðnu þjóðfélagsafli, eins og deildirnar í fjórflokknum.

Nú um helgina hefur Borgarahreyfingin sýnilega liðið undir lok.  Hún náði óánægjufylgi í síðustu Alþingiskosningum.  Það virðist ekki hafa dugað henni til hugmyndafræðilegrar festu.

En dropinn holar steininn.  Ég var á sínum tíma stofnfélagi í Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna.  Þau tórðu lengur en Borgarahreyfingin, en örlög þeirra urðu hin sömu.  Eigi að síður náðu þau að sá fræjum, sem síðar hafa sprottið víða í stjórnmálunum.  Það er ekki að vita, nema Borgarahreyfingin geri slíkt hið sama, enda þótt skammur líftími hennar dragi úr líkum þess.

Ég er ekki félagi í Borgarahreyfingunni og tek þar af leiðandi ekki þátt í innanhúsátökum þar á bæ.  En undarlegt þótti mér að  heyra það í fréttum, að samþykkt hefði verið, að fulltrúar hreyfingarinnar  út á við, skyldu sverja henni trúnaðareiða.  Vonandi hefur mér misheyrst.  Eða á ég ef til vill að reikna með því, að næst þegar ég bregð mér í bæinn, rekist ég á stöku mann í brúnni skyrtu með borða á hægri handlegg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Það var kosið um 2 mismunandi samþykktir til að byggja á, síðan átti að kjósa um breytingartillögur og síðan samþykkja allt. Hinsvegar var fólkið svo óþolinmótt að í stað þess að nýta lýðræðislegan rétt sinn, þá fór ákveðinn hópur í fýlu.

Hinsvegar var það í höndum mestmegnis þeirra sem kusu yfir sig þennan fasíska samning sem þú lýsir, ábyrgir fyrir því að honum var breytt í það að vera ásættanlegt plagg.

Dæmalaus fréttaflutningur eins og vant er.

Björn Halldór Björnsson, 13.9.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varstu líka í Samtökunum sem sumir nefndu Mistök?

Þetta var merk tilraun sem því miður gekk ekki upp. Mansstu þegar Bjarni Guðna klauf sig út úr og reif kjaft við Hannibal á vorþingi 1974? Hannibal bað þingflokkinn að halda sér saman og varð eðlilega töluvert grín gert af þessu tilefni.

Svona er nú það.

Guðjón Sigþór Jensson, 19.9.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband