30.8.2009 | 21:25
Bitruvirkjun enn og aftur
Enn hefur bæjarstjórn Þorlákshafnar risið upp á afturlappirnar og ætlar enn eina ferðina, að heimila virkjunarframkvæmdir við Bitru. Sá staður er í u.þ.b. 4 km fjarlægð frá Hveragerði en 25 km fjarlægð frá Þorlákshöfn. En lögin gera ráð fyrir því, að mörk milli sveitafélaga ákvarði vald til framkvæmda, hvernig svo sem öllu háttar til.
Þetta eru vitanlega arfavitlaus lög. Þeim þarf að breyta, annað hvort til þess vegar, að ríkið taki þessi völd af sveitafélögum, eða þá, að sveitafélög hafi neitunarvald á framkvæmdir í næsta nágrenni, að nú ekki sé talað um, þegar viðkomandi framkvæmdir snerta ekki það sveitafélag, sem valdið hefur, nema hvað varðar fjárhagslegan ábata en veldur verulegri umhverfisröskun í næsta sveitafélagi.
Ég hef heyrt marga Þorlákshafnarbúa mótmæla fyrirhugaðri virkjun. Hér er því ekki um hrepparíg að ræða, heldur skammsýni í sveitastjórn Þorlákshafnar eða Ölfuss, eins og það heitir á opinberu máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.