28.8.2009 | 23:20
Hugleiðingar á tímamótum
Enginn fær risið hátt, nema hafa áður lotið lágt, ef ekki gagnvart öðrum, þá sjálfum sér eða guði sínum. Þetta á jafnt við einstaklinga sem þjóðir.
Ábyrgð sú, sem Alþingi staðfesti i dag fyrir hönd þjóðarinnar á Icesave-samningnum, er upphaf þess, að Íslendingar rísi úr kútnum. Við höfum viðurkennt smæð okkar, þess vegna getum við vaxið. Nú er bara að vona, að við vöxum ekki sjálfum okkur yfir höfuð, eins og á undanförnum árum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að styrkur okkar felst ekki aðeins í afli, heldur enn frekar í þekkingu og skynjun á takmörkum þessa afls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábær að vanda
hann (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.