27.8.2009 | 15:28
Eru stjórnmál helber loddaraháttur?
Sé það rétt, sem fram kemur á bloggi Egils Helgasonar á eyjan.is í gær, að Gunnar Steinn Pálsson, sem Egill segir almannatengil Samfylkingar og forseta Íslands, hafi þjálfað þá Lýð Guðmundsson, Bakkavararbróður og Hreiðar Má Sigurðsson fyrrum forstjóra Kaupþings í því, hvernig koma beri fram í sjónvarpi, er það grafalvarlegt mál.
Það eitt út af fyrir sig, að forseta Íslands og stjórnmálamönnum sé það svo fjarri, að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, að þeir láta temja sig til verksins eins og hunda, er ömurlegt. Sé svo komið, fer best á því, að þingmenn mæti fullir á fundi Alþingis, a.m.k. sé tekið tillit til hins fornkveðja: "Öl er innri maður".
En hvað um það; eigi fullyrðingar Egils Helgasonar við rök að styðjast, sýnir það glöggt, að stjórnmál samtímans snúast ekki um hugsjónir heldur heldur helberan loddarahátt.
Megi almættið gefa, að Egill Helgason hafi hér á röngu að standa; að öðrum kosti er þessari voluðu þjóð tæpast viðbjargandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.