Ekki fleiri ímyndir, þökk fyrir

Ímyndunarveiki er einhver sú skaðlegasta pest, sem lagst getur á sálina.  Stundum birtist hún í því, að fólk telur sig þjakað af ýmsum kvillum, sem hrjá það í rauninni ekki.  Þess eru jafnvel dæmi, að fólk hafi verið skorið upp vegna ímyndunarveiki.

Það er nógu slæmt, þegar einstaklingar þjást af ímyndunarveiki.  En þá fyrst verður hún verulega alvarleg, þegar hún heltekur heilu þjóðirnar.  Frægt er ímyndunarkastið, sem Þjóðverjar fengu eftir fyrri heimsstyrjöldina.  Þeir læknuðust ekki af því kasti, fyrr en heimurinn lá í rústum í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

„Útrás" íslenskra rugludalla og glæpamanna var í raun ímyndunarveikiskast.  Þeir ímynduðu sér, að þeir bæru svo af öðrum, að allt væri þeim mögulegt og um leið leyfilegt.  Ímyndunarveikin er bráðsmitandi, enda fór það svo, að stór hluti þjóðarinnar trúði þessum rugludöllum og pólitískum taglhnýtingum þeirra. 

Það var svolítið dapurlegt, að hlusta á fólkið í Kastljósi áðan, hamra á því, að við Íslendingar yrðum að skapa okkur ímynd; öðlast nýja ímynd eftir hrunið.  Ímynd er það síðasta sem þjóðin þarfnast; hún þarf spegil.  Það er hverjum manni hollt, að þekkja sitt eigið ástand og horfast i augu við það.  Ímyndarsmiðir eru blekkingameistarar.  Er ekki komið nóg af þeirra iðju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð færsla, er ekki að skilja Jóhamar. Íslendinar halda að það sé hægt að búa til allt, orðspor og þessa titrandi minnimáttarímynd. Hvað ? senda tölvupóst á alla í heiminum og segja þeim hvað við erum æðisleg ?

Finnur Bárðarson, 8.8.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband