5.8.2009 | 18:00
Hneykslan Bjarna Ben.
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins um lekann á gögnum um svindlið og svínaríið í gamla Kaupþingi. Átti formaðurinn ekki orð til að lýsa hneykslan sinni á því, að ýmsum og þ.á.m. ráðherrum, þætti þarflegt, að þessar upplýsingar væru gerðar lýðum ljósar. Vísaði hann í því sambandi til laga um bankaleynd, sem hefðu verið þverbrotin með lekanum.
Já, rétt er nú það hjá Bjarna Ben. En lögin um bankavernd voru ekki sett til að standa vörð um glæpamenn og þeirra myrkraverk. Það eru einmitt viðbrögð, eins og þau, sem Bjarni Ben. sýndi í dag, sem fá mig til að efast um, að íslenska ríkið geti af eigin rammleik, rakið þá glæpastarfsemi, sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár og tryggt réttláta dóma yfir glæpamönnunum.
Tengsl stjórnmálamanna við vægast sagt vafasama viðskiptahætti eru yfirþyrmandi á Íslandi. Skoða verður viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins við uppljóstrunum um hrunadans Kaupþings í ljósi þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Kemur ekki á óvart..!
Hann veit náttúrulega hvað getur komið fram í ljósið ef tilsvarandi bækur hjá hinum bönkunum verða birtar. Hvað með N1 t.d. og aðstandendur þess...?
Það þarf fleiri erlenda rannsóknaraðila, ef viðbjóðurinn á að koma fram í ljósið..!!
Snæbjörn Björnsson Birnir, 5.8.2009 kl. 18:58
Þetta er nefnilega málið þetta er vinir og kunningjar,skólafélagar,veiðifélagar og guð má vita hvað fleira,og þeir sem eru fæddir með silfurskeið í munni eiga enga samleið með okkur almúganum þó að við séum nógu góð til að kjósa þessa miklu herramenn á fjögurra ára fresti.Ef vel ætti að vera þá væri best að ráða Dani eða Svía til að rannsaka þessi mál og enginn aðstoðarmaður frá stjórnvöldum með puttana í þessu.........
Res (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:37
er hann ekki hræddur við lánabækur annarra banka?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.8.2009 kl. 20:46
Gott að vita í hvaða liði hann er, nú vil ég heyra í Sigmundi
Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 20:58
Ja það skyldi þó aldrei vera að stuttbuxnadrengurinn hafi eitthvað að fela?
, 5.8.2009 kl. 21:02
Orð formannsins ættia að skoða í því ljósi að nú keppast ráðamenn þjóðarinnar við að lýsa yfir ánægju sinni með lögbrot. Að tengja þetta við eitthvað annað er þvættingur. Lögbrot er lögbrot alveg sama hvaða hagsmuna sem þau þjóna, hvort sem að það er útrásarvíkinga eða almennings. Þó svo að sá sem að lak gögnunum hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi þá er lögbrot engu að síður lögbrot. Ég vil spyrja ykkur, erum við ekki búin að fórna nógu miklu í þessa bankakreppu þó svo að við fórnum réttarríkinu líka.
Jóhann Pétur Pétursson, 6.8.2009 kl. 07:35
Algerlega sammála þér Jóhann.
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:26
Sammála þér Jóhann. Hefur Sigurður Þorsteinsson, verjandi BB ekki mætt á svæðið?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:56
Þó að ég sé ósammála Bjarna Ben í næstum hverju orði sem hann mælir að öllu jöfnu og gruni hann um að reka annarlegt erindi í þessum ummælum, þá verður maðurinn þó að eiga að hann hefur rétt fyrir sér í þessu. Þó það hafi verið oft verið freistandi undanfarna mánuði (og ekki síst nú) að draga fram heygaffalinn og vaða í svínin, þá megum við íslendingar ekki missa það réttarríki sem við höfum ávallt haft í heiðri og getum verið stolt af.
Að forsætisráðherra lofberi lögbrot er frekar umhugsunarvert. Er það ekki einmitt forsætisráðherra sem ber mesta ábyrgð á því að lög landsins þjóni sínum tilgangi? Hvað verður það næsta? Lögreglustjóri hvetur menn til þess að stunda illvirki gegn meintum fjárglæframönnum?
Forsætisráðherra væri nær að sinna ábyrgð sinni og leggja fram lagafrumvarp ef henni finnst eitthvað athugavert við þessi lög. Í öllum öðrum löndum hefðu þessi ummæli hennar verið með öllu óhugsanleg. En ekki í bananalýðveldinu Ísland. Og það er þessi banana-háttur sem við þurfum að koma fyrir kattarnef. Við gerum það ekki með heygöfflum.
Jón (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:49
Komið þið sæl !
Gísli Baldvinsson; ágæti Norðlingur !
Þarf ég enn; að minna þig á, óþverra skúmaskot ykkar kratanna ?
Vissulega; er allt rétt. sem fram kemur, hjá Pjetri Hafstein skáldmæringi, um undanvillu Bjarna Benediktssonar, og að verðleikum, en,... sérstaklega skyldi verðlauna þá, hverjir flettu rækilega ofan af sóðaskap Framsóknarflokksins og Samfylkingar; einnig.
Skyldi; sá dánumaður, Gísli Baldvinsson treysta sér til, að svara mér, hér á síðu Pjeturs, skrifarar góðir, og lesarar, án orðhengilsháttar og hártogana ?
Sjáum til; gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.