Enn er von; en ekki lengi

Stjórnkerfi ríkisins rétti dulítið úr kútnum í dag, þegar skilanefnd gamla Kaupþings og stjórn þess nýja, runnu á rassinn með lögbannið á umfjöllun Ríkisútvarpsins um glæpaverk fyrrum eiganda Kaupþings.  Eigi að síður varpar þetta mál ljósi á það, að ríkinu er ekki stjórnað styrkri hendi.  Skilanefnd gamla Kaupþings er opinber nefnd og nýja Kaupþing er ríkiseign.  Hvernig má það vera, að skilanefndin og bankastjórn Kaupþings vinni gegn vilja ríkisstjórnarinnar?   

Nú veit ég, að því er til að svara, að bankinn starfi sjálfstætt.  En það á aðeins við um viðskiptahliðina; lögbannskrafan var stórpólitískt hneyksli.  Viðskiptaráðherra á því þann einn kost, að láta bankastjóra Kaupþings víkja.  Á sama hátt verður dómsmálaráðherrann að losa sýslumannsembættið í Reykjavík við þann einstakling, sem nú gegnir því. 

Þær raddir gerast æ hávæarari, sem segja allt stjórnkerfi ríkisins og fjármálakerfið, eins og það var á tímum frjálshyggjuglæpamannanna, svo samansúrrað, að þar verði tæpast greint milli hagsmunaaðila.  Eina ráðið sé, að fá hingað erlenda rannsóknaraðila og jafnvel dómara, til að hreinsa ærlega til í kerfinu. 

Ég vil ekki trúa því, fyrr en í lengstu lög, að þess sé þörf.  Vera má, að sú afstaða mín sér rómantískur kjánaskapur.  En á ég að trúa því, að á örfáum árum, hafi harðsvírðuð glæpaklíka gert sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að engu?  Að þrældómi alþýðu þessa lands, kynslóðum saman, hafi verið kastað fyrir róða fyrir græðgi örfárra glæpamanna?  Og er mér ætlað að trúa því, að þjóðin ætli að hrekja fjölda afkomenda sinna úr landi og leggja óheyrilegan skuldaklafa á herðar hinna, sem eftir verða í landinu og það um ókomnar aldir?

Það er enn von, en ekki lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvort sem afstaða þín er rómantískur kjánaskapur eða eitthvað allt annað þá hefurðu alveg hárrétt fyrir þér.

"En á ég að trúa því, að á örfáum árum, hafi harðsvírðuð glæpaklíka gert sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að engu?  Að þrældómi alþýðu þessa lands, kynslóðum saman, hafi verið kastað fyrir róða fyrir græðgi örfárra glæpamanna?  Og er mér ætlað að trúa því, að þjóðin ætli að hrekja fjölda afkomenda sinna úr landi og leggja óheyrilegan skuldaklafa á herðar hinna, sem eftir verða í landinu og það um ókomnar aldir?"

Svona er staðan, grátlegt en satt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.8.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef enga von lengur, hroðaleg svartsýni kanski, en þetta blasir allt við og er ekki best að játa okkur sigraða. Mæli með að unga fólið fari til Evrópu og við hin getum rölt með Jóni Bjarnasyni upp á fjöll í leit að Hreindýramosa.

Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband