Lögbann á lýðræðið

Ekki þekki ég nafn sýslumannsins í Reykjavík.  Hitt veit ég, að lögbannsúrskurður hans á fréttir Ríkisútvarpsins af glæpum eiganda Kaupþings, síðustu dagana fyrir hrunið, benda til þess, að hann þurfi að fá sér aðra vinnu. 

Það má að vísu vel vera, að lög um bankaleynd meini mönnum umtal um glæpi, sem framdir hafa verið í bankakerfinu, en á móti kemur, að í lýðræðisríki á fólk rétt á upplýsingum um mál þeirrar gerðar og stærðar, sem hér um ræðir.  Upplýsingin er grundvöllur lýðræðisins.

En lögbannið á sér sínar spaugilegu hliðar; allir vita, að hægt er að nálgast þær upplýsingar, sem sýslumaður meinar Ríkisútvarpinu að flytja, á netinu.  Kaupsþingsmenn fá þar engu um ráðið.  Og enn síður fá þeir umflúið dóm sögunnar.  Tímabundin, lögskipuð þögn um óhæfuverk þeirra gerir þá ekki að saklausum mönnum.

Þess nutu glæpamenn íslensku útrásarinnar, að hafa taglhnýtinga sína í stjórnmálaflokkum.  Því var lögum breytt, þeim í hag.  Þetta minnir nokkuð á viðfangsefni Bandamanna í lok síðari heimsstyrjaldar.  Öllum var ljóst, að nasistar höfðu framið hroðalega glæpi.  En allir þessir glæpir voru löglegir, samkvæmt þýskum lögum, enda þau sett af nasistum sjálfum.  Því var það, að Churchill benti á þá lausn, að glæpamennirnir skyldu dæmdir í samræmi við almennt siðgæði.

Ég er ekki að bera saman eðli glæpa nasista og íslenskra fjármálaglæpamanna síðustu ára, þótt grundvöllur þeirra beggja sé sá sami, þ.e.s.a. hugsunarhátturinn; „oss einum leyfist".  Ég er aðeins að benda á það, að sé þessum óþjóðalýð einhver vörn í lögum, sem sett hafa verið þeim sjálfum til geðs, þá eru það ólög og að engu hafandi.  Þá verður einfaldlega að dæma út frá almennu siðgæði.

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn; ekkert þjóðfélag þolir það, að glæpamenn, sem vegið hafa að sjálfri tilveru þess, gangi lausir!  Það er því ekki spurning um hefnd, að refsa þessum mönnum, heldur er það þjóðarnauðsyn og forsenda endurreisnar siðgæðis í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega sammála þér, sérstaklega síðustu setningunni: "Það er því ekki spurning um hefnd, að refsa þessum mönnum, heldur er það þjóðarnauðsyn og forsenda endurreisnar siðgæðis í landinu." Þetta er kjarni málsins! Kærar þakkir.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2009 kl. 15:43

2 identicon

Synir sýslumannsins í Reykjavík eru nánast eins innmúraðir í gamla bankakerfið og hugsast getur ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill!

Heidi Strand, 3.8.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: hann

Það er sama sagan Sýslumenn og dómskerfið spilltast af öllu enda hluti flokkana tveggja D og B. Það þarf aðeins einn sýslumann á Íslandi, Héraðsdóm og Hæðstarétt sem skipaðir eru af 60% Þingmanna. VINA OG TENGSLANET ÞEIRRA alltaf OPINBERT.

þÚ ERT ALLTAF MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM

hann, 3.8.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband