Ljóðagáta

Nýlega rakst ég á það ljóð, er hér fer á eftir í gömlu tímariti:

 

Hvílast í þögn og vaxa: vorsáð fræ
og vera sjálfur moldin, sem því hlúir,
regn sól og vindur, himinn jörð og haf -
 

hvílast í þögn og vaxa: verða tré
sem vetrarnakið bíður eitt og þráir
að finna brýnd við börkinn lítil nef.

Þá ymur tiginn álmur við og fagnar
Óðni vígður jafnt til söngs og þagnar.

 

Þetta fagra ljóð er ort til minningar um skáld.  Til gamans fylgja hér nokkrar spurningar handa lesendum að spreyta sig á.

1. Hver orti?

2. Í minningu hvers er ort?

3. Í hvaða tímariti birtist ljóðið og hvenær?

 























 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hann

Fallegt ljóð um tré og líf

tálguð tilfinning og hlíf

hann, 25.7.2009 kl. 22:11

2 identicon

Þorsteinn karlinn

Við Ísabrot

Egil?????

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Átti Ólafur við Þorstein Valdimarsson?

En mér kemur helzt Snorri Hjartarson í hug, þótt ég muni ekki ljóðið, en andinn er allnokkuð hans, kommuleysi í upptalningu einnig, sem og hálfrímið og gott bil milli rímorða í stað þessa sífellda, þétta víxlríms, sem hann brauzt frá.

Einhvern veginn finnst mér Steinn Steinarr geti hafa komið nálægt þessu, hvernig sem það gengur upp.

Nei, segjum, að Þorsteinn frá Hamri hafi ort í minningu sveitunga síns Snorra Hjartarsonar. Ekki var hann þó heiðinn, en Óðinn hlýtur að standa þara fyrir skáldskapinn, og það fer þá að kallast á við eitt frægasta ljóð Snorra ...

"Tinginn álmur" – áttu ekki við 'tiginn'?

Með kærri kveðju, Pjetur minn.

PS. Tímaritið gæti verið TMM; er löngu hættur að kaupa það!

Jón Valur Jensson, 26.7.2009 kl. 04:02

4 Smámynd: brahim

Ljóðið heitir...Bið

Og er eftir...Einar Braga

Er úr Ljóðakverinu...Við Ísabrot frá árinu 1969

en um hvern er ort veit ég ekki.

brahim, 26.7.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessu skal ég trúa, Einar Bragi getur þetta. Gæti hafa birzt upphaflega í tímaritinu Helgafelli eða í Birtingi, nema ljóðið hafi verið ungt 1969. En um hvert ort var, er mér líka ráðgáta.

Jón Valur Jensson, 26.7.2009 kl. 19:02

6 Smámynd: brahim

Ég bíð eftir svörum Péturs um þessa ljóðagátu. Sérstaklega um hvern var ort...því ég er nokkuð viss um að önnur svör mín hér ofar séu rétt.

brahim, 26.7.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband