Leiðrétting á bloggi mínu í gær

Í bloggi mínu í gær, hélt ég því fram, að Björn Bjarnason hefði stofnað embætti Ríkislögreglustjóra. Nú hefur mér borist tölvupóstur frá Birni, þar sem hann leiðréttir þetta. Kann ég honum bestu þakkir fyrir það.

Hið rétta er, að embættið var var stofnað í dómsmálaráðherratíð Þorstein Pálssonar, þann 1. júlí 1997. Haraldur Johannessen var svo skipaður ríkislögreglustjóri hinn 1. febrúar 1998.

Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra á árunum 2003-2009. Ábyrgð hans á yfirstjórn ríkislögreglustjóraembættisins nær því vitanlega eingöngu til þess tíma.

Er hér með beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt í lagi, Björn hefur valdið nægum usla án þess að vera gerður ábyrgur fyrir þessu.

En nú eftir á að hyggja, þá fanst mér nú best að hann gerði ekkert í hlerunarmálinu. Vonast til þess að þannig verði hans minnst.

Jón (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband