23.7.2009 | 21:47
Undarleg forgangsröðun
Reykjavík nýtur nú þess vafasama heiðurs, að vera fjórða mesta glæpaborg Evrópu og eru hvítflibbaglæpirnir þó ekki taldir með. Væru það gert, er sennilegt, að borgin kæmist langt með, að teljast mesta glæpaborg sögunnar.
Viðbrög yfirvalda við fjölgun glæpa, felast í því, að draga úr fjárframlögum til löggæslu. Að vísu kom Björn Bjarnason á fót ríkislögreglu, sem kostaði sitt. En það embætti hefur sem alkunna er, klúðrað nánast öllu, sem það hefur komið nálægt. Er raunar vandséð, hvort flokka beri það undir löggæslu eða harmleik með spaugilegu ívafi.
Nú er svo komið, að á höfuðborgarsvæðinu er einn lögregluþjónn á hverja 650 íbúa á meðan u.þ.b. einn lögregluþjónn er á hverja 310 íbúa Óslóborgar.
En það er ekki aðeins verið að draga saman seglin í löggæslunni. Sama gildir um heilbrigðiskerfið, fræðslukerfið, samgöngurnar o.s.frv, o.s.frv. Hvernig dettur mönnum í hug að ætla á sama tíma að slá lán til að hækka útgjöld til listamannalauna?
Á sama tíma og dregið er úr fjárframlögum til löggæslu, er 400.000.000 króna bætt við listamannalaun og þau hækkuð frá 1,2 milljarði upp í 1,6 milljarð. Viðbótarlaunin á að fjármagna með lánum, vitanlega á fullum vöxtum.
Væntanlega ber menntamálaráðherra ábyrgð á þessari vitleysu í félagi við fjármálaráðherra, en þeir eru báðir þingmenn Vinstri grænna, arftaka gamla Alþýðubandalagsins. Allir sem til þekkja, vita, að sá flokkur dó úr kúltúrsnobbi og meðfylgjandi hroka.
Listamannalaunum hefur alla tíð verið úthlutað í samræmi við pólitískar skoðanir þeirra, sem þau hafa þegið, auk þess, sem kunningsskapurinn hefur auðvitað haft sitt að segja. Árangurinn hefur verið í samræmi við það.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 24.7.2009 kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Nú er svo komið, að á höfuðborgarsvæðinu er einn lögregluþjónn á hverja 650 íbúa á meðan u.þ.b. 310 lögregluþjónar eru á hvern íbúa Óslóborgar. Er þetta nú ekki ofmælt vinur
Kristján Sig (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.