Styttra í vöndinn en margur hyggur

 

Á örlagastundu í sögu þjóða, skiptir mestu, hver innri styrkur þeirra er.  Allir Íslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, hljóta að vera sammála um, að hugsanleg aðild okkar að Evrópusambandinu er ein mikilvægasta ákvörðun, sem þessi þjóð hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir.

Og hver er þá okkar innri styrkur?  Við erum í raun fjárhagslega gjaldþrota.  Það eru þó smámunir einir, samanborið við þá siðferðislegu auðn, sem við stöndum frammi fyrir.  Svo kallaðir leiðtogar þjóðarinnar og einstakra hópar innan hennar, hvort heldur eru stjórnmálamenn, verkalýðsforingjar, forystumenn atvinnukaupenda eða menntamannakjarni þjóðarinnar, eru svo illa haldnir af sjálfhverfu, að þjóðarhagur er þeim í raun óviðkomandi.  Það skiptir þessa menn engu máli, hvort við göngum í Evrópusambandið eður ei.  Þeir huga aðeins að eigin hag og hégómlegum vegtyllum.

Aðildarviðræður að Evrópusambandinu nú, jafngilda því, að snúa berum þjóhnöppunum framan í sambandið.  Þá er styttra í vöndinn en margur hyggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband