Fáfræði fjölmiðlafólks

Fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði um Tyrkland í gær og var þá m.a. fullyrt, að það ágæta land hafi öðlast fullveldi árið 1923.  Þetta er rangt.  Hið rétta er, að það ár hrundi hið forna veldi Ottomana endanlega í kjölfar ósigurs Tyrkja í fyrri heimsstyrjöld og landið varð lýðveldi. 

Orðið „fullveldi" var einnig mjög á vörum fréttamanna fyrr í sumar, þegar Grænlendingar fengu aukna sjálfsstjórn (selvstyre).  Sjálfsstjórn Grænlendinga er ákveðið stjórnarform, mitt á milli heimastjórnar, eins og við fengum 1904 og fullveldis, sem við öðluðumst 1918.  Fullveldi merkir einfaldlega fullt sjálfstæði þjóðar og það hafa Grænlendingar ekki hlotið, hvað sem síðar verður. 

Það má að minnsta kosti gera þá kröfu til fréttamanna Ríkisútvarpsins, að þeir þekki þau grundvallaratriði  stjórnarfars þjóða, sem hér um ræðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður gæti stundum haldið að fjölmiðlar létu umsækjendur um störf undirgangast próf á almennri þekkingu og að þeir sem standi sig vel komi ekki til greina.

Þar sem flestir fjölmiðlamenn eru með háskólapróf er erfitt að ímynda sér að þekkingarstigið geti verið eins og það er af tilviljun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband