13.7.2009 | 20:44
Hefur baktjalda ríkisstjórn þegar verið mynduð?
Lítt dulbúin hótun Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag, um stjórnarslit, fallist Vinstri grænir ekki á sjónarmið Samfylkingarinnar og samþykki aðildarviðræður að Evrópusambandinu, vekur óneitanlega eftirfarandi spurningu: Er Samfylkingin búin að mynda baktjaldaríkisstjórn, og þá væntanlega með Sjálfstæðisflokknum?
Og ein spurning vekur aðra; ganga allir glæpamenn efnahagshrunsins mikla lausir af pólitískum ástæðum? Þorir Samfylkingin ekki að stugga við sumum þeirra, af ótta við, að tengsl hennar við aðra úr glæpagenginu komi þá í ljós?
Þrír af hverjum fjórum landsmanna vilja kosningar um það, hvort yfir höfuð skuli rætt við Evrópusambandið um aðild. Hvað veldur því, að Samfylkingin skellir skollaeyrum við þeirri staðreynd? Er sjálfseyðingarhvöt hennar slík, að hún þrái það eitt, að verða sami smáflokkurinn og forveri hennar, Alþýðuflokkurinn lengst af var?
Ég hef ekki svör við þessum spurningum, en hitt er ljóst, að það er maðkur í mysunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Pétur, er ekki alt í lagi með þig? Heldur þú virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn geri aftur þá reyin skissu að ganga til viðræðna við Samfylkinguna? Varaformqðurinn fær ekki aftur að stjórna, það er víst.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:29
Held miklu fremur að Johanna, sem annars er af góðum ættum að ég held, sjái sér leik á borði að losna úr þeirri kreppu sem hún er komín í. Aumingja Steingrímur fær allan skellinn
Björn Emilsson, 14.7.2009 kl. 09:14
Guðrún spyr hvort það sé ekki allt í lagi með Pétur. Ég spyr hvort það sé ekki allt í lagi með Guðrúnu? Í pólitík eru allir tilbúnir að selja sig til að komast að kjötkötlunum. Sálfstæðismenn munu slá því af sem þeir nauðsynlega þurfa ef sú staða kemur upp.
Guðmundur Benediktsson, 14.7.2009 kl. 13:06
Sjallarnir hafa alltaf hagað sér þannig að almenningur "er ekki þjóðin" og ekkert farið í grafgötur með það. Samfylkingin "missti" það út úr sér á óheppilegu augnabliki hvernig forystan hugsar til þjóðarinnar. Samfylkingin hugsar eins en þegir bara núna. Jóhanna veit að hennar tími er að líða og er með "plan B" sem klárlega er SjálfstæðisFLokkurinn. Já útrásarvíkingarnir (glæpamennirnir) komu sínum mönnum víða fyrir, bæði meðal samherja og andstæðinga uppá seinni tíma og það er ástæða þess að ekkert er hróflað við þeim í dag heldur bara látið líta svo út að "eitthvað sé verið að gera"....á mannamáli kallað að þyrla upp ryki í augu almennings.
Sverrir Einarsson, 15.7.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.