Samfylkingin og Evrópusambandið

Ég er einn þeirra fjölmörgu landsmanna, sem hafa átt erfitt með að gera upp hug sinn varðandi hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.  Auðvitað er ég Evrópumaður, en fyrst og framst Íslendingur og Norðurlandabúi.  Og því má heldur ekki gleyma, þótt sjaldan sé um það rætt, við Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn, Bretar og Írar, eigum það ekki aðeins sammerkt, að vera Evrópumenn; við erum einnig Atlanshafsþjóðir. 

Ólíkt öðrum Evrópubúum, höfum við átt samskipti okkar við aðra undir hafinu.  Þetta hefur gert menningu okkar og lifnaðarhætti nokkuð frábrugna því, sem gengur og gerist sunnar í álfunni.  Hagsmunir okkar mótast einnig af þessari staðreynd. 

Allt þetta og fjölmargt fleira, þarf að ræða, áður en til þess kemur, að hægt verði að taka afstöðu til þess, hvort um aðild að sambandinu skuli sótt.

Mér hugnast ekki afstaða Samfylkingarinnar í þessu máli; þykir hún fremur einkennast af óðagoti en íhugun.  Augljóst er, að aðildarviðræður okkar við Evrópusambandið, mundi einungis snúast um aðild; þær yrðu í eðli sínu jafngildi aðildarumsóknar af okkar hálfu.  Því finnst mér sjálf sagt, að kosið verði um það, í almennum kosningum, hvort lagt verði í slíkar viðræður.  Ég treysti þjóðinni einfaldlega betur en stjórnmálamönnum; við höfum ekki svo merkilega reynslu af þeim, á þessum síðustu og verstu tímum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þingið er ekki að ræða um aðildarviðræður.  Þingið er að ákveða að heimila ríkisstjórn Íslands að sækja um aðild að sambandinu.

Sjá þingskjal nr.38:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.7.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ég fæ nú ekki betur séð, en það sé eitt og hið sama.

Pjetur Hafstein Lárusson, 11.7.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mismunandi orðaskilningur hjá fólki.  Mér hefur alltaf fundist réttara að tala um ferlið eftir að umsókn hefur verið móttekin og samþykkt af hálfu ESB inngönguferli, enda heitir ferlið það á enskunni í það minnsta - accession process.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.7.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hagsmunir Íslendinga snúast að miklu leyti um að veiða og selja fisk. Með aðild færist veiðistjórnunin til Brussel, þ.e. úr öskunni í eldinn. Unnið hefur verið að fríverslunarsamningum við lönd eins og Kína og Kóreu sem eru með 40- 60% toll á fiski. Þessi vinna hefur legið niðri í tvö ár enda falla allir slíkir samningar niður með aðild að EB. Við þurfum á móti að fella niður tolla á skóm og tuskum, eitthvað sem EB myndi aldrei gera.

Fólk í miklum vanda er ólíklegra til að taka rökréttar ákvarðanir og getur flúið í skjól hillinganna. Er Samfylkingin svo ábyrgðarlaus að hún sé, vonandi óviljandi, að koma þjóðinni í enn meiri vanda með Icesave þannig að einhverjir fari að sjá sýnir? 

Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband